Kennitala í Færeyjum (P-tal)
Nauðsynlegt er að vera með kennitölu, einnig nefnt p-tal, ef þú ætlar að starfa í Færeyjum í meira en 180 daga.
Til þess að fá p-tal skal hafa samband við við sveitarfélagið þar sem þú átt heima.
Sex sveitarfélög geta skráð p-tal beint hjá þjóðskrá. Það eru: Tórshavnar kommuna, Klaksvíkar kommuna, Runavíkar kommuna, Eystur kommuna, Sjóvar kommuna, og Sundakommuna.
Ef þú sest að í öðru sveitarfélagi en þeim sem talin er hér að framan skal einnig snúa sér beint til sveitarfélagsins þar sem þú fyllir út eyðublað sem sveitarfélagið sendir til þjóðskrár (landsfólkayvirlitið), til þess að þú getir fengið p-tal.
Ef þú hefur átt heima í Færeyjum áður, og eftir að p-tal-kerfið var tekið upp árið 1982, þá ertu þegar með p-tal sem verður virkjað þegar þú tilkynnir flutning til sveitarfélags.
Hyggist þú starfa í Færeyjum í minna en 180 daga og velur að flytja ekki heimilisfangið þá þarftu að fá gervikennitölu, pseudo p-tal, sem er kennitala til bráðabirgða. Biðja þarf atvinnurekanda sinn um slíka gervikennitölu en hann hefur samband við skattstofu til þess að fá gervikennitöluna.
Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.