Atvinnu- og dvalarleyfi á Íslandi

Norrænir ríkisborgarar
Norrænir ríkisborgarar þurfa hvorki að hafa atvinnu- né dvalarleyfi til þess að geta búið og starfað á Norðurlöndum. Þeim er þó skylt að fara eftir reglum viðkomandi ríkis um skráningu í þjóðskrá.
Ríkisborgarar ESB- og EES- ríkja
Ríkisborgarar landa innan EES-svæðisins geta dvalið á Íslandi án sérstaks leyfis í allt að þrjá mánuði frá komu til landsins. Sé viðkomandi í atvinnuleit getur hann dvalið á Íslandi í allt að sex mánuði. Eftir þann tíma bera að skrá sig hjá Þjóðskrá.
Ríkisborgarar frá öðrum heimshlutum
Ríkisborgarar utan EES sem vilja flytja til Íslands til að vinna þar þurfa að fá atvinnuleyfi. Eins þurfa þeir dvalarleyfi til þess að geta dvalist löglega á Íslandi. Dvalarleyfin eru flokkuð eftir ástæðu dvalarinnar.
Útlendingastofnun sér um úthlutun dvalarleyfa og vegabréfsáritana á Íslandi. Umsóknum ber að skila til útlendingastofnunar á höfuðborgasvæðinu, en á landsbyggðinni er það sýslumaður í viðkomandi umdæmi sem fjallar um þessi mál.
Frekari upplýsingar um dvalar– og atvinnuleyfi á Íslandi má fá hjá Útlendingastofnun og hjá Fjölmenningarsetri.
Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.