Skattar á Íslandi

Skattar á Íslandi
Þegar flutt er til Íslands og viðkomandi hefur verið skráður í þjóðskrá skal hafa samband við Ríkisskattstjóra. Einstaklingur sem er skráður til búsetu á Íslandi og starfar þar skal greiða skatta. Á vefsíðu Ríkisskattstjóra má meðal annars finna upplýsingar um sköttun á launum, lífeyri, hlutabréfum, verðbréfum, hlunnindum og sölu eigna.
Meginreglan er sú að greiða á skatt í því landi sem viðkomandi vinnur og aflar tekna. Ekki á að greiða skatt í tveimur ríkjum vegna sömu tekna. Tvísköttunarsamningar sem gilda milli Íslands og flestra EES-landanna kveða á um þetta.
Frekari upplýsingar varðandi sköttun þegar flutt er til Íslands frá öðru norrænu ríki til að stunda vinnu eða nám má fá hjá Ríkisskattstjóra.
Nordisk eTax
Gáttin er ætluð þeim sem eiga heima í einu norrænu ríki en afla tekna eða hafa önnur umsvif í öðru norrænu ríki. Á skattagáttinni er að finna almennar upplýsingar um skatta. Einnig er hægt beina spurningum beint til þeirra skattayfirvalda sem við á hverju sinni.
Starf og búseta ráða hvar skuli greiða skatt og af hverju þegar flutt er frá Íslandi.
Námsmenn
Þeir sem dveljast erlendis við nám geta sótt um að halda hér á landi skattalegri heimilisfesti og haldið þannig öllum réttindum sem heimilisfesti hér á landi veitir samkvæmt lögunum og öðrum lögum um opinber gjöld.
Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.