Efnahagsmál á Norðurlöndum

Verg þjóðarframleiðsla
Norðurlöndin eru meðal þeirra efnuðustu í heimi mælt í vergri þjóðarframleiðslu á íbúa sem er verulega meiri en að meðaltali í löndum ESB. Noregur er í efsta sæti á Norðurlöndum.
Verg þjóðarframleiðsla á íbúa. Kaupmáttarstaðall (PPS) Evra. 2021
Opinber fjármál
Ríkisfjármál taka til tekna og útgjalda opinbera geirans. Ef útgjöld eru umfram tekjur er um halla að ræða. Halli var í ríkisfjármálum flestra Norðurlanda í heimsfaraldrinum 2021.
Opinber hagnaður/halli. Hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu. 2021
Skattur
Norðurlöndin eru flest í efstu sætum heims hvað varðar skatthlutfall og tengist það umfangi opinbera geirans. Þó þarf að fara varlega þegar skatthlutfall í löndunum er borið saman vegna þess að skatta- og tilfærslukerfin eru afar ólík.
Skatthlutfall 2021
Frekari upplýsingar um efnahagsmál á Norðurlöndum.
Í Norræna tölfræðigagnagrunninum um efnahagsmál er að finna efnahagslegar lykiltölur, beinar erlendar fjárfestingar og ríkisreikninga. Á sviðinu opinber fjármál eru tölur um opinberan hagnað, skuldir, skatta, opinber útgjöld og framlög til þróunarlanda.
Í State of the Nordic Region má finna greiningar, tölur og tölfræðigögn um samfélög Norðurlanda út frá norrænu sjónarhorni.