Efnahagsmál á Norðurlöndum

Eldre dame som teller penger
Photographer
Johnér
Einkenni norræna líkansins er stöðugt verðbólgustig og gengi, stór opinber geiri, góð velferðarþjónusta og félagslegt öryggisnet fyrir allan almenning. Skattar eru meðal þess sem hæst gerist í heiminum.

Verg þjóðarframleiðsla

Norðurlöndin eru meðal þeirra efnuðustu í heimi mælt í vergri þjóðarframleiðslu á íbúa sem er verulega meiri en að meðaltali í löndum ESB. Noregur er í efsta sæti á Norðurlöndum.

Verg þjóðarframleiðsla á íbúa. Kaupmáttarstaðall (PPS) Evra. 2021

Opinber fjármál

Ríkisfjármál taka til tekna og útgjalda opinbera geirans. Ef útgjöld eru umfram tekjur er um halla að ræða. Halli var í ríkisfjármálum flestra Norðurlanda í heimsfaraldrinum 2021.

Opinber hagnaður/halli. Hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu. 2021

Skattur

Norðurlöndin eru flest í efstu sætum heims hvað varðar skatthlutfall og tengist það umfangi opinbera geirans. Þó þarf að fara varlega þegar skatthlutfall í löndunum er borið saman vegna þess að skatta- og tilfærslukerfin eru afar ólík.

Skatthlutfall 2021

Frekari upplýsingar um efnahagsmál á Norðurlöndum.

Í Norræna tölfræðigagnagrunninum um efnahagsmál er að finna efnahagslegar lykiltölur, beinar erlendar fjárfestingar og ríkisreikninga. Á sviðinu opinber fjármál eru tölur um opinberan hagnað, skuldir, skatta, opinber útgjöld og framlög til þróunarlanda.

Í State of the Nordic Region má finna greiningar, tölur og tölfræðigögn um samfélög Norðurlanda út frá norrænu sjónarhorni.

Frekari upplýsingar um efnahagsmál á Norðurlöndum er að finna hér