Hagnýtar upplýsingar fyrir blaðamenn og fréttaljósmyndara á þingi Norðurlandaráðs í Ósló

Journalister
Photographer
Magnus Fröderberg/norden.org

Skráning á þingið

Blaðamenn og fréttaljósmyndarar sem vilja fylgjast með þingi Norðurlandaráðs verða að skrá sig og framvísa gildu blaðamannaskírteini. Hægt er að skrá sig fram til 26.10. 2018, kl. 14 (að norskum tíma). Eftir það má hafa samband við Matts Lindqvist upplýsingaráðgjafa á netfanginu matlin@norden.org eða í farsíma +45 29 69 29 05. 

Blaðamannafundir

Blaðamannafundur Norðurlandaráðs fyrir upphaf þingsins verður haldinn 30.10, kl. 10.45-11.15. Þátt taka forseti Norðurlandaráðs, varaforseti og formenn flokkahópa.

Hægt er að fylgjast með blaðamannafundunum á skandinavísku, finnsku, íslensku og ensku (fundurinn verður túlkaður). Blaðamannafundurinn verður haldinn í Vandrehallen í Stórþinginu og verður streymt á netinu.

 

Norrænu forsætisráðherrarnir halda stuttan blaðamannafund kl. 16.45 eftir leiðtogafundinn 30.10. Staður: Vandrehallen, Stórþinginu.

 

Blaðamannafundur forsætisráðherranna verður haldinn 31.10, kl. 10.00-10.30. Fundurinn verður haldinn á ensku (ekki verður túlkað). Þátttakendur eru: Noregur: Erna Solberg, Svíþjóð: Stefan Löfven, Danmörk: Lars Løkke Rasmussen, Finnland: Juha Sipilä, Ísland: Katrín Jakobsdóttir, Grænland: Kim Kielsen, Færeyjar: Aksel V. Johannesen, Álandseyjar: Katrin Sjögren. Blaðamannafundurinn verður í Vandrehallen í Stórþinginu og verður streymt á netinu

 

Auk þess verður haldinn stuttur blaðamannafundur 30.10 um það bil kl. 9.30 með Idar Kreutzer, framkvæmdastjóra Finans Norge, þar sem hann kynnir skýrslu sína um hvernig Norðurlönd ættu að starfa saman að málefnum nýsköpunar- og sprotafyrirtækja. Staður: Stórþingið, fyrir utan sal S-407

Skráning

Skráning fer fram í Stórþinginu, Trappehallen, að loknu öryggiseftirliti við aðaldyrnar. Við skráningu færðu í hendur aðgangskort sem veitir aðgang að þingfundum, báðum blaðamannafundunum og verðlaunahátíð Norðurlandaráðs 30.10.

Sýna þarf gilt blaðamannaskírteini eða gild skilríki með mynd við innskráningu.

Innnskráning fer fram á eftirfarandi tímum:

Mánudaginn 29.10 frá kl. 8.00.

Þriðjudaginn 30.10 og miðvikudaginn 31.10 frá kl. 7.30.

Fimmtudaginn 1.11 frá kl. 8.00.

Ljósmyndun í þingsalnum meðan á þinginu stendur

Ljósmyndun í þingsalnum meðan á þinginu stendur er aðeins leyfð af svölunum. Aðeins ljósmyndarar á vegum Stórþingsins og Norðurlandaráðs mega fara um þingsalinn að vild. Ljósmyndir ljósmyndara Norðurlandaráðs má sækja á heimasíðu Norðurlandaráðs (norden.org) og nota án endurgjalds.

Blaðamannamiðstöð

Blaðamannamiðstöð fyrir starfandi blaðamenn verður í Stórþinginu. Blaðamannamiðstöðin verður í herbergi S-447 á fjórðu hæð í beinum tengslum við blaðamannasvalirnar í þingsalnum.

Upplýsingaráðgjafar Norðurlandaráðs verða í Kinosalen, S-597, á fimmtu hæð. Blaðamenn geta leitað aðstoðar upplýsingaráðgjafanna meðan á þinginu stendur.

Þráðlaus nettenging og prentari eru fyrir hendi í blaðamannamiðstöðinni.

Þingið á samfélagsmiðlum

Fylgist með Norðurlandaráði og Norrænu ráðherranefndinni á Twitter, sem verður í virkri notkun á þinginu. Myllumerki þingsins eru #nrsession og #nrpol.

Streymi

Allar umræður í þingsalnum eru opnar fjölmiðlum og þeim verður streymt. Hægt er að horfa á streymi á skandinavísku, íslensku, finnsku eða ensku.

Verðlaunaafhending Norðurlandaráðs

Verðlaunaafhendingin verður í Óperuhúsinu í Ósló. Nauðsynlegt er að vera skráð/ur til að fá aðgang. Það á einnig við um skráða þingfréttamenn í Stórþinginu. 

Verðlaunaafhendingin verður send út á NRK, norska ríkissjónvarpinu, og upptaka verður einnig send út á hinum Norðurlöndunum (verður uppfært).

Mikilvægt er að mæta tímanlega vegna öryggiseftirlits í tengslum við athöfnina. Opnað verður fyrir blaðamenn kl. 17.30 og þeim verður vísað á sérstakan inngang vegna öryggiseftirlits á búnaði sem þeir hafa meðferðis. Allir verða að vera komnir inn í aðalsalinn í síðasta lagi kl. 18.45 þegar dyrunum verður lokað. Strax að athöfn lokinni verður hægt að taka myndir og viðtöl við verðlaunahafana.

Verðlaunahátíðin hefst kl 19.15 en útsendingin á NRK1 byrjar ekki fyrr en kl. 19.45 að norskum tíma. Þetta felur í sér 30 mínútna seinkun og við biðjum ykkur að að bíða með að birta fréttir í samræmi við það, sé þess kostur. 

Við birtum fréttirnar frá verðlaunaafhendingunni eftir því sem henni vindur fram í sjónvarpsútsendingunni. Þær verða aðgengilegar á heimasíðu okkar undir yfirskriftinni „Verðlaun Norðurlandaráðs“. Þar verða einnig allar aðrar upplýsingar um verðlaunin og tilnefningar til þeirra.

Myllumerki verðlaunanna er #nrpriser

Ljósmyndarar og blaðamenn sem verða í hátíðarsalnum eru beðnir að klæðast dökkum samkvæmisklæðnaði.

Spurningum um verðlaunin má beina til upplýsingaráðgjafans Elisabet Skylare, elisky@norden.org eða +45 21 71 71 27.