Hagnýtar upplýsingar fyrir blaðamenn og ljósmyndara vegna þingsins og verðlaunaveitingarinnar

Sveriges Riksdag
Ljósmyndari
Johannes Jansson/norden.org
Hér er að finna upplýsingar fyrir blaðamenn og fréttaljósmyndara á 71. þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi.

Þessi síða verður uppfærð eftir því sem upplýsingar bætast við.

Skráning á þingið

Blaðamenn og fréttaljósmyndarar sem vilja fylgjast með þingi Norðurlandaráðs verða að skrá sig og framvísa gildu blaðamannaskírteini. Hægt er að skrá sig fram til 24. október, kl. 14 (að sænskum tíma). Eftir það má hafa samband við Matts Lindqvist, samskiptaráðgjafa Norðurlandaráðs, á netfanginu matlin@norden.org eða í síma +45 29 69 29 05.

Blaðamenn með gild skírteini í sænska þinghúsið þurfa ekki sérstaka skráningu á Norðurlandaráðsþingið en þeir sem vilja einnig taka þátt í verðlaunaafhendingunni verða að vera skráðir á þingið.

Blaðamannafundir

Blaðamannafundur Norðurlandaráðs á þinginu

Tími: Þriðjudaginn 29. október kl. 10.30-10.45

Staður: Herbergi RÖ4-43 í eystra húsinu.

Nánari upplýsingar: Matts Lindqvist, +45 29 29 29 29, matlin@norden.org

Tungumálið er skandinavíska en túlkað verður á finnsku, íslensku og ensku. Þátttakendur eru forseti og varaforseti ráðsins. Blaðamannafundinum verður streymt beint á Facebook-síðunni okkar Facebook.com/nordensk.

Nauðsynlegt er að vera með skráðan fjölmiðlaaðgang að sænska þinginu eða þingi Norðurlandaráðs til þess að geta tekið þátt í fundinum.

 

Blaðamannafundur með sænska forsætisráðherranum

Tími: Þriðjudaginn 29. október kl. 16.25

Staður: Sænska þinghúsið, fjölmiðlaherbergi, 5. hæð í vestra húsinu.

Nánari upplýsingar: Gösta Brunnander, fjölmiðlafulltrúi stjórnarráðsins, sími: +46 72.544 28 66.

Nauðsynlegt er að vera með skráðan fjölmiðlaaðgang að sænska þinginu eða þingi Norðurlandaráðs til þess að geta tekið þátt í fundinum.
 

 

Blaðamannafundur með norrænu forsætisráðherrunum

Tími: Miðvikudaginn 30. október kl. 11.20

Staður: Stjórnarráðið, Bella-herbergið, aðgangur gegnum Kopparporten, Rödbodgatan 6, kl. 10.40-11.00.

Nánari upplýsingar: Nina Kefi, verkefnisstjóri fjölmiðlamála í stjórnarráðinu, sími: +46 70.662 67 79.
Nauðsynlegt er að vera með skráðan fjölmiðlaaðgang að Norðurlandaráðsþinginu eða skrá sig fyrir fundinn hjá Ninu Kefi, netfang: nina.kefi@regeringskansliet.se, sími: +46 70.662 67 79.

 

Innskráning

 

Innskráning verður í þinghúsinu innan við öryggisgæsluna við dyrnar sem snúa að Riksplan. Við skráningu færðu í hendur aðgangskort sem veitir aðgang að þingfundum, blaðamannafundinum og verðlaunahátíð Norðurlandaráðs 29. október.

Sýna þarf gilt blaðamannaskírteini eða gild skilríki með ljósmynd við innskráningu.

Innskráning fer fram á eftirfarandi tímum:

Mánudag 28.10, kl. 8.00-20.00, þriðjudag 29.10, kl 7.30-19.30, miðvikudag 30.10, kl. 7.30-20.00, fimmtudag 31.10, frá kl. 7.30.

Ljósmyndun í þingsalnum meðan á þinginu stendur

Ljósmyndun í þingsalnum meðan á þinginu stendur er aðeins leyfð af þingpöllum. Aðeins ljósmyndarar á vegum sænska þingsins og Norðurlandaráðs mega fara um þingsalinn að vild. Ljósmyndir ljósmyndara Norðurlandaráðs má sækja á heimasíðu Norðurlandaráðs (norden.org) og nota án endurgjalds.

Blaðamannamiðstöð

Í þinghúsinu verður fjölmiðlaherbergi þar sem blaðamenn geta unnið. Herbergið er á 7. hæð (RV-7) við innganginn að aðstöðu fjölmiðlafólks í þingsalnum.

Aðstaða upplýsingaráðgjafa Norðurlandaráðs verður í herbergi RV3-16. Blaðamenn geta leitað aðstoðar upplýsingaráðgjafanna meðan á þinginu stendur.

Þingið á samfélagsmiðlum

Fylgist með Norðurlandaráði og Norrænu ráðherranefndinni á Twitter, sem verður í virkri notkun á þinginu. Myllumerki þingsins eru #nrsession og #nrpol.

Streymi

Allar umræður í þingsalnum eru opnar fjölmiðlum og þeim verður streymt. Hægt er að horfa á streymið á skandinavísku, íslensku, finnsku eða ensku.

Verðlaunaveiting Norðurlandaráðs

Skráning á þingið

Verðlaun Norðurlandaráðs verða veitt í tónlistarhúsi Stokkhólms 29. október kl. 19.30. Nauðsynlegt er að vera skráð/ur á þingið til þess að komast á verðlaunahátíðina. Þetta á einnig við um blaðamenn sem eru skráðir með aðgang að sænska þinginu. Innskráningin er í þinghúsinu, inngangur frá Riksplan. Hafðu gild skilríki með mynd meðferðis. Skráningarfrestur er til 24. október.

Við skráningu færðu merkispjald sem þú þarft að hafa með þér í tónlistarhúsið ásamt skilríkjum.

Inngangur fyrir fjölmiðlafólk verður á Kungsgatan 43 - opnað verður kl. 18.30.

Mikilvægt er að mæta tímanlega vegna öryggiseftirlits í tengslum við athöfnina. Opnað verður kl. 18.30 og fjölmiðlafólki er vísað á sérstakan inngang á Kungsgatan 43. Allir verða að vera komnir inn í aðalsalinn í síðasta lagi kl. 19.20 þegar dyrunum verður lokað. Kl. 19.30 hefst verðlaunaveitingin.

Að loknu öryggiseftirliti við fjölmiðlainnganginn verður dreift aðgangskorti og sætisnúmerum í salnum. Fjölmiðlafólk verður einkum staðsett á fyrstu svölum. Hafðu gild skilríki með mynd meðferðis. Klæðnaður: dökk föt

Bein útsending: hægt verður að fylgjast með verðlaunaveitingunni um öll Norðurlöndin.

Verðlaunaveitiningin verður send út án dreifitálmunar á SVT Play frá kl. 19.30 (að sænskum tíma) og verður aðgengileg í öllum norrænu ríkjunum.

Verðlaunin verða afhent í eftirfarandi röð

  1. Barna- og unglingabókaverðlaun
  2. Tónlistarverðlaun
  3. Umhverfisverðlaun
  4. Kvikmyndaverðlaun
  5. Bókmenntaverðlaun

Blaðamannafundur með verðlaunahöfum

Að athöfn lokinni verður hægt að taka myndir og viðtöl við verðlaunahafana. Dagskráin lítur svona út (verður uppfærð):

  • 21.00: Verðlaunahátíð og beinni útsendingu lýkur. Verðlaunahafar verða áfram í salnum.
  • 21.00: Fjölmiðlafólk kemur niður í salinn af fyrstu svölum. Tveir starfsmenn vísa veginn við dyrnar.
  • 21.05: Verðlaunahafarnir hitta forseta Norðurlandaráðs, varaforseta Norðurlandaráðs, forseta sænska þingsins og forsætisráðherra Svíþjóðar í salnum.
  • 21.10: Verðlaunahafar hitta fjölmiðlafólk í salnum. Myndatökur og viðtöl (4 mínútur að hámarki á hvern fjölmiðlamann eftir röð)

Eftir það verður hægt að sitja áfram í salnum og vinna. Engin sérstök fjölmiðlaherbergi eru til staðar.

Hafðu samband við okkur ef spurningar vakna!

Elisabet Skylare, upplýsingaráðgjafi, elisky@norden.org, +45 21 71 71 27 

Stian Fjelldal, upplýsingaráðgjafi, stifje@norden.org, +45 60 39 42 81 (umhverfisverðlaunin)

Myndir frá verðlaunaveitingunni 2019

Við hlöðum jafnt og þétt niður myndum frá verðlaunaveitingunni.

Verðlaunaveitingin á samfélagsmiðlum

Fylgið myllumerkinu #nrpriser til að fá nýjustu fréttir af verðlaununum og verðlaunahöfunum. Samfélagsmiðlarnir okkar:

Fréttir verða birtar jafnt og þétt á norden.org og á samfélagsmiðlum.

Við birtum fréttirnar frá verðlaunaafhendingunni eftir því sem henni vindur fram í sjónvarpsútsendingunni. Fréttirnar verða aðgengilegar á öllum Norðurlandamálunum á norden.org og við uppfærum reglulega á Twitter. Myllumerki verðlaunanna er #nrpriser

Um verðlaun Norðurlandaráðs

Norðurlandaráð veitir fimm verðlaun á ári hverju: bókmenntaverðlaun, kvikmyndaverðlaun, tónlistarverðlaun, umhverfisverðlaun og barna- og ungmennabókmenntaverðlaun. Bókmenntaverðlaunin eru elst verðlaunanna fimm. Þau voru veitt í fyrsta sinn árið 1962. Eftir það komu tónlistarverðlaunin (1965), umhverfisverðlaunin (1995), kvikmyndaverðlaunin (2002) og barna- og unglingabókmenntaverðlaunin (2013).

Hver verðlaun nema 350 þúsundum danskra króna og eru þau veitt ásamt verðlaunastyttunni Norðurljósum í tengslum við árlegt þing Norðurlandaráðs.