Beinar útsendingar frá þinginu í Stokkhólmi

Fyrirspurnatíminn 28. október fór fram á skandínavísku en var túlkaður á finnsku og íslensku. Pallborðsumræðurnar um #metoo í menningargeiranum á Norðurlöndum 31. október voru eingöngu sendar út á skandínavísku. Upptökurnar eru eingöngu varðveittar með upphaflegu hljóðrásinni.