Leggja áherslu á menningu og málskilning í vinnunni að framtíðarsýninni!

31.10.19 | Fréttir
e nordiska kulturministrarna vid Nordiska Rådets session i Stockholm
Photographer
Magnus Fröderberg
Menning og málskilningur milli norrænu ríkjanna verður að vera í forgangi ef framtíðasýnin um að Norðurlöndin verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims á að verða að veruleika. Þetta var boðskapur norrænu menningarmálaráðherranna þegar þeir hittust í Stokkhólmi á miðvikudag.

Sjálfbærni skiptir stöðugt meira máli í norrænu menningarsamstarfi og í þessu samhengi er norræn list, menning og tungumál mikilvægt samkeppnisforskot sem skapar grundvöll fyrir nýja græna nýsköpun og félagslega sjálfbærni.

„Menning og sameiginlegur málskilningurinn myndar grunninn að norrænu samstarfi og þetta þarf að vera sýnilegt,“ sagði Trine Skei Grande, menningar- og jafnréttismálaráðherra Noregs og aðrir ráðherrar á fundinum tóku undir með henni.

Samþætting, tjáningarfrelsi og lýðræði

Forsætisráðherrarnir kynntu nýju framtíðarsýnina í september og meðal dagskrárliða á fundi menningarmálaráðherranna voru umræður um framlag menningargeirans til áframhaldandi forgangsmála. Frjáls vönduð blaðamennska, grænir menningarviðburðir og sjálfbær hönnun eru nokkrar af tillögunum sem ráðherrarnir munu taka með sér í vinnunni sem er framundan við að gera framtíðarsýnin að veruleika. 

Þá benti Rasmus Prehn, menningarmálaráðherra Danmerkur, á að menning væri alþjóðlegt samkeppnisforskot.

„Norræn menning og gildi eins og tjáningarfrelsi, jafnrétti og frjáls tjáning í listum er mikilvæg nálgun á stöðu Norðurlandanna og samstarf á alþjóðavettvangi.“

    Sköpunarstarf barna og ungmenna styrkja Norðurlöndin

    Ráðherrarnir ákváðu einnig að halda áfram að leggja áherslu á börn og ungt fólk gegnum hina mikilvægu menningar- og tungumálaáætlun „Volt“ sem styður menningarverkefni barna og ungmenna. Áætlunin verður fjármögnuð áfram í þrjú ár.

    „Börn og ungmenni sem fá snemma tækifæri til að eignast kunningja í öðrum norrænum ríkjum og uppgötva um leið tungumál hvers annars og menningu skipta sköpum um það að ná markmiðinu um félagslega sjálfbær Norðurlönd,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra Íslands.

    Börn og ungmenni sem fá snemma tækifæri til að eignast kunningja í öðrum norrænum ríkjum og uppgötva um leið tungumál hvers annars og menningu skipta sköpum um það að ná markmiðinu um félagslega sjálfbær Norðurlönd.

    Formaður menningarmálaráðherranna, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra Íslands
    Contact information