Lífhagkerfið á Norðurlöndum

Fisk
Ljósmyndari
iStock
Lífhagkerfið tekur til þeirra geira sem eru háðir endurnýjanlegum lífauðlindum, til dæmis hráefni úr skógrækt, landbúnaði eða fiskistofnum. Þess vegna er sjálfbær auðlindastjórnun mikilvægur liður í lífhagkerfinu sem felst í sjálfbæru viðhaldi náttúruauðlinda með það fyrir augum að varðveita auðlindirnar, einnig fyrir komandi kynslóðir.

Landbúnaður

Landbúnaðarland á Norðurlöndum er að mestu nýtt til að rækta korn (þar með talin fræ) og plöntur. Fimm prósent akurlendis var ekki ræktað 2020. Lífræn ræktun færist í vöxt og á Álandseyjum er hæst hlutfall lífrænnar ræktunar á landbúnaðarlandi á Norðurlöndum.

Hlutfall lífrænnar ræktunar á landbúnaðarlandi í heild

Fiskveiðar

Norðmenn veiða mestan fisk á ársgrundvelli en Danir og Íslendingar fylgja fast á eftir. Tölfræðiupplýsingar um fiskveiðar og fiskeldi taka til veiddra tegunda, heildarafla á ári hverju og fiskveiðiflota.

Fiskveiðar á ári hverju. Þúsundir tonna

Skógrækt

Skógrækt tekur til tölfræði um skógarhögg og timburframleiðslu. Svíþjóð og Finnland eru helstu timburframleiðendur á Norðurlöndum.

Timburframleiðsla. Þúsundir rúmmetra

Frekari upplýsingar um lífhagkerfi Norðurlanda

Í Norræna tölfræðigagnagrunninu um lífhagkerfið er að finna tölfræðigögn um landbúnað, fiskveiðar og skógrækt. 

Í State of the Nordic Region má finna greiningar, tölur og tölfræðigögn um samfélög Norðurlanda út frá norrænu sjónarhorni.

Frekari upplýsingar um lífhagkerfið á Norðurlöndum er að finna hér