Norski fáninn

Flag of Norway
Photographer
norden.org

Norski fáninn var hannaður árið 1821. Hann byggir á danska Dannebrog-fánanum frá þeim tíma þegar Noregur var í sambandi við danska konungsríkið á tímabilinu 1397 til 1814. Í fánanum er blár kross sem táknar samband Noregs og Svíþjóðar 1814-1905. Norski fáninn er einnig notaður á Jan Mayen og Svalbarða, sem eru hluti af norska ríkinu.

Opinberi rauði liturinn er pantone 200 sem samsvarar nokkurn veginn eftirfarandi stafrænum litum: 

Hex: #BA0C2F 
R: 186 G: 12 B: 47
CMYK: 0, 100, 76, 13 

 

Opinberi blái liturinn er pantone 281 sem samsvarar nokkurn veginn eftirfarandi stafrænum litum: 

Hex: #00205B 
R: 0 G: 32 B: 91
CMYK: 100, 78, 0, 57

 

Hlutföllin á lengdina eru: 6,1,2,1 og 12

Hlutföllin á hæðina eru: 6,1,2,1,6

Heimild