Karen Ellemann, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar

Karen Ellemann
Karen Ellemann sat á danska þinginu frá árinu 2007 til 2022 og hefur jafnframt átt sæti í Norðurlandaráði. Þá hefur hún gegnt embætti samstarfsráðherra Norðurlanda, sjávarútvegs- og jafnréttisráðherra, félags- og innanríkisráðherra og umhverfisráðherra.
Ellemann er einnig fyrrverandi formaður Norræna félagsins í Danmörku.