Almenningur kann að meta norrænt samstarf

05.12.17 | Fréttir

90 procent af alle borgerne i Norden mener, at det nordiske samarbejde er vigtigt eller meget vigtigt. Næste 70 procent vil have mere samarbejde. Se videoen og download rapporten "Ett värdefullt samarbete".

Norðurlandabúar kunna að meta norrænt samstarf. Æ fleiri eru á þeirri skoðun að þjóðirnar eigi að auka samstarf sín á milli. Þetta er ein niðurstaða könnunar sem gerð var meðal þrjú þúsund íbúa á Norðurlöndum nú í haust.

Helsti kosturinn við norrænt samstarf að mati margra er að fólk geti leitað sér vinnu, stundað nám og sest að hvar sem er á Norðurlöndum. Þetta kemur fram í svörum við spurningum sem lagðar voru fyrir þátttakendur.

Ungt fólk á Norðurlöndum bendir sérstaklega á tækifæri til náms og viðurkenningar á prófum hvarvetna á Norðurlöndum.

 

Varnar- og öryggismálin mikilvægust

Rúmlega 90 af hverju hundraði töldu mikilvægt eða mjög mikilvægt að löndin starfi saman, einkum á sviði varnar- og öryggismála.

 Svörin sýna að breytingar hafa orðið á viðhorfum fólks á undanförnum áratug. Þegar svipuð könnun var gerð á árinu 2008 töldu Norðurlandabúar brýnast að sporna gegn glæpastarfsemi yfir landamæri.

Æ fleiri vilja auka samstarf Norðurlandanna enn frekar. Fyrir nokkrum árum vildu 62 af hundraði Norðurlandabúa sjá meira samstarf en nú er sú tala komin upp í 68 af hundraði.

Aðeins eitt prósent almennings telur norrænt samstarf ekki skipta máli.

Svör frá öllum Norðurlöndum

 Rætt var við rúmlega þrjú þúsund einstaklinga frá Álandseyjum, Danmörku, Finnlandi, Færeyjum, Grænlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð þegar könnunin var gerð um mánaðamótin ágúst-september á þessu ári.