Borgum og bæjum boðin þátttaka í norrænu verkefni um sjálfbæra þróun

10.04.17 | Fréttir
Mand spiller på guitar
Ljósmyndari
Yadid Levy/Norden.org
Minni og meðalstórum borgum á Norðurlöndum býðst að taka þátt í norrænu verkefni um sjálfbæra borgarþróun. Markmiðið með verkefninu er að semja sameiginlega norræna stefnu á þessu sviði.

Norðmenn gegna formennsku í Norrænu ráðherranefndinni á árinu 2017. Eitt áherslusvið þeirra ber yfirskriftina Straumhvörf á Norðurlöndum. Formennskuverkefnið Aðlaðandi borgir, umskipti til græns samfélags og samkeppnisfærni á borgarsvæðum, borgir sem rammi um gott líf fyrir alla, er eitt þeirra verkefna sem eiga að efla samkeppnisfærni Norðurlanda, greiða fyrir umskiptum til græns samfélags þar sem losun er í lágmarki, auðvelda aðlögun og skapa góð skilyrði fyrir lýðheilsu.

Fjárveiting verkefnisins nemur 9 milljónum danskra króna fyrir tímabilið 2017-2019. Markmiðið með verkefninu er að semja sameiginlega norræna stefnu um hvernig borgir og nágrenni þeirra geta aukið aðdráttarafl sitt með góðu borgarumhverfi sem er öllum opið og er jafnframt efnahagslega, umhverfislega og félagslega sjálfbært.

Verkefnið leitar að minni og meðalstórum borgum og þéttbýli sem unnið hafa sérstaklega að því að skapa aðlaðandi bæjarumhverfi sem er öllum opið og er jafnframt efnahagslega, umhverfislega og félagslega sjálfbært. Æskilegt er að borgirnar sendi inn umsóknir í samvinnu við aðrar borgir eða sveitarfélög.

Hugmyndin með verkefninu er að tvær borgir frá hverju norrænu landi starfi saman í verkefninu. Umsóknarfrestur er til 29. maí 2017.

Verkefnisstjórn er í höndum þriggja norskra ráðuneyta.

Sendið umsóknina á:

Kommunal- og moderniseringsdepartementet

v/ Guro Voss Gabrielsen

Postboks 8112 Dep,

NO-0032 Oslo, Norge