Heillið okkur upp úr skónum með norrænu verkefni

02.10.17 | Fréttir
Open call: Make us fall in love with your Nordic project
Lumið þið á hugmynd að verkefni sem gæti vakið athygli á Norðurlöndum erlendis? Verkefni sem varpar ljósi á norræn gildi; skilgreinir dagskrána og er nægilega beinskeytt til að yfirgnæfa hávaðann og kveikja samtal? Látið okkur þá vita. Kynningarverkefnið „The Profiling Project“ auglýsir eftir nýjum umsóknum um verkefnastyrki.

Norræna ráðherranefndin auglýsir styrki til nýrra verkefna og samstarfs sem eflir vörumerki Norðurlanda á alþjóðavettvangi. Við erum á höttunum eftir nýju skapandi samstarfi sem er vel til þess fallið að fylgja eftir áætluninni um alþjóðlega kynningu á Norðurlöndum og mörkun stöðu þeirra. Sú upphæð sem kemur til úthlutunar nemur tveimur milljónum danskra króna.

Við sjáum fyrir okkur að þið vinnið saman að sterkri norrænni frásögn sem veldur breytingum og skapar umtal. Það getur verið ærið verkefni að skilgreina skilaboð sem eiga erindi og með þessari auglýsingu er lögð enn meiri áhersla á mikilvægi samskipta.

Kröftug almannatengsl

Þetta er í þriðja sinn sem auglýst er eftir umsóknum um styrki til verkefna sem vekja athygli á Norðurlöndum og áhugi á norrænu samstarfi fer sívaxandi. Margt hefur komið á daginn sem nýtist nú í verki. Tobias Grut, vörumerkisstjóri kynningarverkefnisins, segir:

„Við sjáum fyrir okkur að þið vinnið með norrænum og alþjóðlegum aðilum og stofnunum með sömu hugmyndir, en það sem skiptir kannski meira máli er að þið vinnið saman að sterkri norrænni frásögn sem veldur breytingum og vekur umtal.. Það getur verið ærið verkefni að skilgreina skilaboð sem eiga erindi. Með þessari opnu auglýsingu er lögð enn meiri áhersla á mikilvægi samskipta enda er „sterk norræn frásögn“ nú tekin upp sem nýtt viðmið við mat á verkefnum.“

Í því opna ferli sem á að greiða fyrir myndun nýs norræns vörumerkis verður boðið upp á verkfærakassa en hann mun liggja fyrir seinna í haust. Með honum á að vera hægt að skapa ramma um frásagnir af verkefnum sem hljóta styrki og miðla þeim áfram.

Opin auglýsing: Styðjandi samstarf eða skapandi hæfileikafólk?

Kynningarverkefnið veitir styrki til tvenns konar verkefna:

  • Styðjandi samstarf: verkefni sem setja ný viðmið og vekja athygli á norrænum og sameiginlegum gildum. Hámarksupphæð styrkja er 250 þúsund danskar krónur. 
  • Skapandi hæfileikafólk: verkefni sem breyta skilningi okkar á því hvernig eigi að vekja athygli á Norðurlöndum. Mikill sköpunarkraftur með áherslu á nýja hluthafa og nýjar hugmyndir. Hámarksupphæð styrkja er 50 þúsund danskar krónur.

Umsóknir skulu uppfylla eftirfarandi kröfur:

  • Undirstrika norræn gildi og stefnumótandi áherslusvið
  • Sterk norræn frásögn
  • Samstarf/þemu þvert á geira
  • Sameiginleg fjármögnun að vissu marki (Skapandi hæfileikafólk undanskilið)
  • Skráðir samstarfsaðilar (Skapandi hæfileikafólk undanskilið)
  • A.m.k. þrír samstarfsaðilar frá a.m.k. tveimur norrænum löndum (Skapandi hæfileikafólk undanskilið)

Skilafrestur umsókna er 13. nóvember 2017

SÆKJA UM (www.projects.thenordics.com)

Fylgist með fréttum og uppfærslum:

Twitter: www.twitter.com/The_Nordics

Facebook: www.facebook.com/NordicTraces 

Fréttabréf: The Nordics