Jon Fosse hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir „Trilogien: Andvake. Olavs draumar. Kveldsvævd“

27.10.15 | Fréttir
Vinder af Nordisk Råds litteraturpris 2015
Ljósmyndari
Johannes Jansson/norden.org
Norski rithöfundurinn Jon Fosse hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir verk sitt Trilogien: Andvake. Olavs draumar. Kveldsvævd á verðlaunaafhendingu Norðurlandaráðs í Reykjavík.

Verðlaunahafi síðasta árs, Kjell Westö, afhenti Jon Fosse verðlaunagripinn „Nordlys“ og verðlaunaféð, 350 þúsund danskar krónur.

Rökstuðningur

Verkið sem hlýtur bókmenntaverðlaunin að þessu sinni er óvenju gott dæmi um formræna nýsköpun og umfjöllunarefni sem snertir lesandann þvert á tíma og rúm. Hér er á ferð tímalaus ástarsaga; prósi sem hefur greinilega ljóðræna eiginleika og jafnframt meðvitaða og gáskafulla afstöðu til mannkynssögunnar. Fáum er gefið að móta sitt eigið bókmenntaform á sama hátt og Fosse. Endurómur úr Biblíusögum og kristnum leiðslubókmenntum mætir spennuþrungnum þráðum og ljóðrænu myndmáli í frásögn af tveimur einstaklingum sem elska hvor annan, berskjaldaðir gagnvart umheiminum og gangi sögunnar.

Nánari upplýsingar um Jon Fosse á heimasíðu bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Nánari upplýsingar um verðlaun Norðurlandaráðs