Leiðin að fjölbreytilegri framtíð í matargerð

05.03.18 | Fréttir
Parabere Forum 2018
Photographer
Brini Fetz
Margt hefur gerst í norrænni matargerðarlist frá því að yfirlýsingin um Nýja norræna matargerð var undirrituð árið 2004. Ótal afbrigði af káli er á boðstólum í matvöruverslunum en minni áhersla hefur verið lögð á fjölbreytni í matvælaiðnaðinum. Sem betur fer gleymist það ekki.

Að mati margra matgæðinga er víða pottur brotinn í matvælaiðnaðinum. Um allan heim heyrast áskoranir um aukinn jöfnuð og fjölbreytileika og kynda undir hreyfingu sem vex.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun skapa tækifæri til að takast á við viðfangsefni sem tengjast jafnrétti kynjanna, félagslegri þátttöku allra og vistvæna sjálfbærni matvælakerfisins innan heildræns ramma. Ronni Kahn, stofnandi og framkvæmdastjóri OHarvest, stærstu matbjörgunarsamtaka Ástralíu, segist heyra klukkuna tifa.

„Við höfum tólf ár til að ná heimsmarkmiðum SÞ um að helminga matarsóun fyrir árið 2030. Við þurfum meiri háttar stuðning við málstaðinn en stuðningur nægir ekki einn og sér. Stuðningur verður einnig að felast í aðgerðum.“

    350 breytingavaldar

    Árleg ráðstefna, Parabere Forum, fór fram dagana 4. og 5. mars í Malmö í Svíþjóð, en sú borg getur státað sig af einni mestu menningarlegu fjölbreytni í heimi. Á ráðstefnuninni var fjallað um hlutverk kvenna í matargerðarlist en hana sóttu 350 svonefndir breytingavaldar, álitsgjafar, aðgerðasinnar í matvælamálum, vísindafólk, bændur, kokkar og vínbarþjónar víðs vegar að úr heiminum.

    Við erum stödd á Norðurlöndum sem eru komin lengst í heiminum varðandi kynjajafnrétti, önnur lönd í heiminum geta lært af því. 

    Maria Canabal, stofnandi Parabere, útskýrir hvers vegna hún vonast til þess að ráðstefnan geti eflt gildi innan matvælaiðnaðarins sem endurspegla kjarkaða framtíðarsýn um jafnrétti kynjanna:

    „Við erum stödd á Norðurlöndum sem eru komin lengst í heiminum varðandi kynjajafnrétti, önnur lönd í heiminum geta lært af því. Forum styður sömu gildi og við gætum við ekki hugsað okkur betri stað að halda ráðstefnuna á.“

    Ræktum ætilegar borgir

    Á Parabere Forum eru kynnt dæmi þess hvernig borgir geta verið efnahagslegar aflstöðvar sem knýja fram róttækar breytingar við mótun framtíðar með matvælahreyfingum í borgunum og samþættri matvælastefnu.

    Borgir verða að taka upp alhliða matvælastefnu og borgarskipulag verður að skoða út frá matvælum.

    „Borgir verða að taka upp alhliða matvælastefnu og borgarskipulag verður að skoða út frá matvælum,“ segir Franca Roiatti frá Milan Urban Food Policy Pact.

    163 borgir hafa undirritað sáttmálann um matvælastefnu í borgum frá því að hann var kynntur árið 2015. Áhrif hans aukast um leið og safnað er góðum dæmum um matvælastefnu. Innkaupastefna um lífræn matvæli í Kaupmannahöfn er annað dæmi. Með framsækinni innkaupastefnu tryggja borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn og Københavns Madhus að 90% fæðis hjá hinu opinbera er lífrænt án aukins kostnaðar.

    Á ráðstefnunni var sýnt hvernig hægt er að gera róttækar breytingar þegar markmið opinberrar stefnu og metnaður grasrótarhreyfinga á sviði matvæla mætast. Yalla Trappan er einn þekktasti samfélagslegi atvinnurekstur í Malmö. Veitingaþjónustan sem þar er rekin skapar störf fyrir konur af erlendum uppruna. Fatma Ibrahim starfar hjá fyrirtækinu og segir vinnuna hafa gjörbreytt lífi sínu:

    „Yalla Trappan gerði mér kleift að fara út að vinna og kynnast öðrum konum í stað þess að vera alltaf heima. Við erum afar hreyknar af því að við erum að hjálpa öðrum konum að komast að heiman.“

    Næsti áfangi: Fjölbreytninni fagnað

    Sameiginleg matarmenning hefur vakið athygli á Norðurlöndum og skapað þeim sess á heimskorti matargerðarlistar. En gæti áhersla á samfélagslega sjálfbærni endurnýjað matvælahreyfinguna þar sem Norðurlönd tækju forystuna í umskiptum í átt að auknum fjölbreytileika í matvælageiranum?

    Sýn mín er ekki sú að Noma verði besti veitingastaður í heimi heldur besti vinnustaður í heimi.

    René Redzepi, sem náð hefur ótrúlegum árangri með hinn heimfræga veitingastað Noma telur þetta raunhæft. Með fjölbreytt starfslið frá tuttugu þjóðlöndum og starfsmannastefnu með kynjajafnrétti að leiðarljósi sér Noma gildi í fjölbreytilegum vinnustað þar sem nýr sköpunarkraftur er leystur úr læðingi:

    „Sýn mín er ekki sú að Noma verði besti veitingastaður í heimi heldur besti vinnustaður í heimi. Ég vil að Noma sé hluti af þessum breytingum.“

    Takið þátt í umræðunni

    Umræðan heldur áfram á seinni degi ráðstefnunnar og áfram í öðrum verkefnum og fundum. Skráið ykkur á lista fréttabréfsins til að fá reglulegar fréttir af Nordic Food Policy Lab og fylgist með okkur á Twitter:

    Lítið á eftirfarandi verkefni og fáið nýjar hugmyndir:

    • Parabere Forum 2018: Edible Cities (www.parabereforum.com)
    • Yalla Trappan (www.yallatrappan.se)
    • Copenhagen House of Food (www.kbhmadhus.dk)
    • Nordic Sustainability 2.0: Fjölbreytileiki og fordómaleysi í norrænni matargerðarlist. Norræna ráðherranefndin styrkir verkefnið (www.thefoodproject.dk)
    • MAD: Sjálfseignarstofnun sem leiðir saman matergerðarfólk frá öllum heiminum með samfélagslega vitund, forvitni og áhuga á breytingum (www.madfeed.co)
    • OzHarvest: Stærstu matbjörgunarstamtök Ástralíu. (www.ozharvest.org)
    • Milan Urban Food Policy Pact: Alþjóðlegur sáttmáli sem er undirritaður af 163 borgum með meira en 450 milljónir íbúa um allan heim (http://www.milanurbanfoodpolicypact.org)