Nordic Bridges kynnir hápunktana í vordagskránni

08.04.22 | Fréttir
Jenni-Juulia Wallinheimo-Heimonen
Ljósmyndari
Jenni-Juulia Wallinheimo-Heimonen

Jenni-Juulia Wallinheimo-Heimonen, gestalistamaður CoMotion-hátíðarinnar. Hluti af Nordic Bridget 2022

22 heimildamyndir eftir norrænt kvikmyndagerðarfólk á Hot Docs hátíðinni í Toronto, tónlistarflutningur frá Jenseeraq X Uummatit, ISÁK, og Söru Ajnnak og frumsýning dansverkanna Story, story, die og The Days. Þetta eru bara nokkrir hápunktar norrænna viðburða sem munu eiga sér stað víðs vegar í Kanada á næstu mánuðum í kjölfar kynningar á vordagskrá Nordic Bridges.

Nordic Bridges er eins árs verkefni þar sem norrænir og kanadískir listamenn skiptast á list, menningu og hugmyndum. Harbourfront Centre í Toronto stýrir verkefninu sem nýtur stuðnings Norrænu ráðherranefndarinnar. Verkefninu verður haldið áfram í vor með spennandi frumsýningum og viðburðum um allt landið. 


„Þessi eins árs hátíðahöld fara á fullt í vor með dagskrá um allt Kanada í ólíkum listgreinum,“ segir Laura McLeod, menningarstjóri við Harbourfront Centre og yfirframleiðandi hjá Nordic Bridges. „Kanadískir gestir munu geta notið norrænna tónlistar-, sjónlistar-, kvikmynda-, dans- og leikverka sem ýmist eru ný í Kanada eða heimsfrumsýnd í samvinnu kanadískra og norrænna listamanna.“
 

Hápunktar í vor

Allt frá danssýningum, heimildamyndum, leiksýningum og listasýningum til tónlistar, vinnustofa og umræðna. Hér er úrval helstu atriða úr dagskrá seinni hluta Nordic Bridges. Kanadískir gestir fá mörg tækifæri gefast til að upplifa jafnt listamenn sem eru þekktir á Norðurlöndum sem upprennandi, sem og annars konar skapandi samstarf sem ekki hefur áður sést.

  • The Coastal Dance Festival í Anvil Centre í Bresku Kólumbíu með frumsýningum samísku listamannanna Liv Aira, Marika Renhuvud, Söru Marielle Gaup og Camilla Therese Karlsen.
  • Frumsýning í Norður-Ameríku á dansverkunum The Days eftir Mariu Nurmela og Ville Oinonen og Story, story, die eftir Alan Lucien Øyen og hóp hans, Winter Guests (margir staðir).
  • Samtímalistasafnið The Power Plant í Toronto kynnir fyrstu einkasýningu Söshu Huber í Norður-Ameríku, You Name It.
  • Leiksýningar fyrir börn og fjölskyldur frá Teatret Gruppe 38, Kitt Johnson X-act og þjóðleikhúsi Grænlands á JUNIOR-hátíð Harbourfront Centre.
  • Kvikmyndir kynntar á kvikmyndahátíðinni Toronto International Film Festival, þar á meðal verk eftir Lone Scherfig, Amöndu Kernell, Iram Haq, Pirjo Honkasalo, Katrínu Óttarsdóttur og 22 heimildamyndir á hátíðinni Hot Docs.
  • Tónlistarflutningur frá Jenseeraq X Uummatit, ISÁK og Söru Ajnnak á Alianait-listahátíðinni í Iqaluit.
  • Nordic Talks mánaðarlega þar sem aðgengi er ókeypis í Harbourfront Centre og margt fleira.

 

CoMotion-hátíðin í Toronto (20. apríl til 1. maí) er listahátíð fólks með fatlanir með fjölbreyttri dagskrá sem meðal annars býður upp á sjónlistir, tónlist, raflist, vinnustofur og pallborðsumræður. Á meðal norrænna listamanna á hátíðinni eru heyrnarskerti rapparinn Signmark og listafólkið Gudrun Hasle, Jenni-Juulia Wallinheimo-Heimonen og Erla Björk Sigmundsdóttir.

Fjöllistakonan Jenni-Juulia Wallinheimo-Heimonen frá Finnlandi dvelur í listamannaíbúð Harbourfront Centre í Toronto. Hún sér það sem gott tækifæri til að verja nokkrum mánuðum í annarri menningu. Wallinheimo-Heimonen segir:


„Ég hef margar spurningar fyrir fötlunaraðgerðasinna á meðan á dvöl minni í tengslum við Nordic Bridges stendur. Til dæmis um það hvernig við berjumst fyrir tilverurétti okkar í framtíðinni. Og hvernig förum við að því að láta fötluðu fólki á ný finnast það tilheyra samfélaginu? Hvernig breytum við því þar sem ófatlað fólk vill hjálpa okkur í stað þess að kynnast okkur?“
 

Vel heppnuð byrjun

Nordic Bridges hófst í janúar, á meðan takmarkanir vegna COVID-19 voru enn í gildi, með ljósverkasýningunni Nordic Lights í Harbourfront Centre, sjónlistasýningunni Shared Terrain frá DesignTO, yfirliti TIFF yfir norrænar myndir með Roy Anderson og viðburðum á BreakOut West í Winnipeg í Manitoba.

Fylgist með

Listi viðburða, listamanna og atriða verður uppfærður jafnóðum allt árið 2022. Fylgist með með því að fylgja #NordicBridges á samfélagsmiðlum.
 

Um Nordic Bridges

Þetta árslanga átaki, sem Norræna ráðherranefndin átti frumkvæði að stýrt er af menningarstofnuninni Harbourfront Centre í Toronto, einni helstu lista- og menningarstofnun Kanada, leiðir saman aðila úr lista- og menningargeiranum frá öllum norrænu löndunum. Lykilstoðir í dagskrá Nordic Bridges snúast um listræna nýsköpun, aðgengi og inngildingu, sjónarhorn frumbyggja, viðnámsþrótt og sjálfbærni. Þetta alþjóðlega verkefni, sem miðar að því að vekja athygli á norrænni list og menningu í Kanada á árinu 2022, er hið viðamesta nokkru sinni.