Menningarverkefninu Nordic Bridges frestað til ársins 2022

25.06.20 | Fréttir
Story Story Die, Nordic Bridges
Photographer
Mats Bäcker

Story Story Die eftir norska danshöfundinn Alan Lucien Øyen

Afleiðingar Covid-19 um heim allan hafa leitt til þess að verkefni menningarmálaráðherranna, Nordic Bridges, hefur verið frestað um ár og hefst í janúar 2022. Ákvörðunin veitir samstarfsaðilunum tækifæri til þess að raungera hina metnaðarfullu dagskrá sem ætlað er að styrkja samskipti og samstarf milli norrænna menningaraðila og kanadískra samstarfsaðila og veita fjöldamörgum Kanadabúum tækifæri til þess að kynnast listum og menningu frá öllum Norðurlöndunum.

Nordic Bridges í Kanada átti að standa frá janúar til desember 2021 og ákvörðunin um að fresta um ár var tekin eftir að formleg fyrirspurn hafði borist frá Harbourfront Centre í Tórontó sem stjórnar verkefninu samkvæmt beiðni norrænu menningarmálaráðherranna. Joy Mogensen, menningarmálaráðherra Danmerkur og formaður norrænu ráðherranefndarinnar um menningarmál, segir:

„Nordic Bridges er ætlað að vera suðupunktur norrænnar menningar og byggja brýr milli Norðurlanda og Kanda. Til þess að svo geti orðið þarf að vera hægt að koma saman og upplifa listina og menninguna án takmarkana. Þess vegna ákváðum við að fresta þessu norræna menningarverkefni fram til ársins 2022.

Við hlökkum virkilega til þess að Nordic Bridges þróist og verði einstakt tækifæri fyrir norræna listamenn að koma list sinni á framfæri um allt Kanada í frjóu samstarfi milli kanadískra og norrænna menningaraðila.“

Nordic Bridges hefst í janúar 2022

Nordic Bridges er einstakt menningarverkefni sem hefur það markmið að efla samspili og miðlun milli norrænna menningargeira og Kanda.  Sú listræna dagskrá sem verður borin fram byggir á fjórum grundvallarlögmálum: listrænni nýsköpun, aðgengi og þátttöku, sjónarmiðum frumbyggja og sveigjanleika.

Fjöldi samstarfsaðila um allt Kanada kemur að verkefninu, norrænt listafólk og menningaraðilar á breiðu sviði listsköpunar ásamt norrænu sendiráðunum í Kanada. Nú einbeita allir sér að því að dagskrá ársins 2022.

„Harbourfront Centre hefur eins og allir aðrir lagað sig þeim aðstæðum sem nú eru uppi og við erum bjartsýn um að aðstæður kanadískra lista- og menningarsamtaka til þess að bjóða alþjóðlega listamenn og gesti velkomna að nýju, verði hagstæðari árið 2022. Nú, frekar en nokkurn tíma áður, er það þörf og ósk kanadískra og norrænna samstarfsaðila og listafólks að kanna og beina sjónum að sameiginlegum menningarlegum gildum frá norðlægum slóðum, svo sem lýðræði, jafnrétti og tjáningarfrelsi,“ segir Marah Braye, aðstoðarforstöðumaður Harbourfront Centre.

Hvað gerist nú?

Harbourfront Center heldur ásamt norrænu og kanadísku samstarfsaðilunum áfram vinnunni að því að raungera hátíðina sem standa á í heilt ár með dagskrá þar sem er rými fyrir menningarlega nýsköpun sem skapar umræður um málefni eins og sjálfbærni og þátttöku. Niðurtalningin hefst strax í janúar 2021.

Um norræn menningarverkefni

Nordic Bridges er þriðja sameiginlega norræna menningarverkefnið sem menningarmálaráðherrarnir standa að. Fyrri verkefni, eins og Nordic Matters í Lundúnum og Nordic Cool í Washington, hafa meðal annars reynst kærkomin tækifæri til þess að auka skapandi samstarf landanna og beint kastljósi heimsins að norrænni menningu.