Norðurlandaráð beindi sviðsljósinu að lýðræði á Eystrasaltsráðstefnunni

28.08.18 | Fréttir
BSPC Nordiska rådet 2018

Nordiska rådet, Östersjökonferensen, BSPC, Åland 2018, Britt Lundberg, Silja Dögg Gunnarsdóttir

Photographer
Arne Fogt Bergby
Norðurlandaráð beindi sviðsljósinu að mannréttindum og lýðræði á 27. þingmannaráðstefnu Eystrasaltsríkjanna, BSPC, sem haldin var í Maríuhöfn á Álandseyjum. Á ráðstefnunni komu saman þingmenn frá öllum ríkjunum kringum Eystrasaltið.

Silja Dögg Gunnarsdóttir og Britt Lundberg frá Álandseyjum voru fulltrúar Norðurlandaráðs á ráðstefnunni.

- Við teljum að mikill jöfnuður og samfélagsleg þátttaka, ásamt gagnsæi, trausti og tiltölulega lítilli spillingu séu mikilvægar ástæður að baki þeim efnahagslega árangri sem náðst hefur á Norðurlöndum, sagði Britt Lundberg í erindi sínu við almennar þingumræður á þriðjudag.

Við teljum að mikill jöfnuður og samfélagsleg þátttaka, ásamt gagnsæi, trausti og tiltölulega lítilli spillingu séu mikilvægar ástæður að baki þeim efnahagslega árangri sem náðst hefur á Norðurlöndum

Í ræðu sinni beindi Lundberg einnig athygli að stefnu Norðurlandaráðs í alþjóðamálum, en í henni segir að Norðurlandaráð skuli starfa í þágu lýðræðis, meginreglna réttarríkisins, jöfnuðar og mannréttinda.

- Það gleður mig að öll samfélögin kringum Eystrasaltið eru byggð á virðingu fyrir lýðræði, mannréttindum og jafnrétti, en ég tel að það sé alltaf hægt að gera betur. Því vil ég spyrja öll ykkar hér inni: Gerum við nóg til að stuðla að jöfnuði í samfélögum okkar? Gerum við nóg til að stuðla að réttindum kvenna og jafnrétti? Gerum við nóg til að vernda viðkvæma minnihlutahópa í okkar umhverfi? Gerum við nóg til að vernda frelsi fjölmiðla? Getum við lært hvort af öðru, spurði Lundberg.

Rusli safnað á kajökum

Lundberg dró einnig athygli að umhverfinu og gaf áþreifanlegt dæmi um hvernig draga má úr uppsöfnun rusls í Eystrasaltinu. Dæmið sem hún tók var verkefnið Green Kayak í Kaupmannahöfn. Vistvænar kajakferðir virka á þann hátt að einstaklingar geta fengið lánaðan kajak án endurgjalds í skiptum fyrir að safna rusli. Á kajak er hægt að komast á staði sem annars væri erfitt að ná til og því er það árangursrík leið til að safna rusli úr sjónum.

Fleiri málefni voru á dagskrá á BSPC-ráðstefnunni í ár, meðal annars umhverfi Eystrasaltsins og orkumál. Sauli Niinistö, forseti Finnlands, opnaði ráðstefnuna með ræðu á mánudag.

Contact information