Norðurlönd kalla eftir aukinni áherslu á losun frá flutningastarfsemi í kjölfar COP21
Norrænu ráðherrarnir héldu óformlegan fund í norræna sýningarskálanum meðan á COP21 stóð og í kjölfar þess góða árangurs sem náðist með Parísar-sáttmálanum hafa þeir gefið út eftirfarandi yfirlýsingu:
„Við, ráðherrar loftslags- og umhverfismála á Norðurlöndum, fögnum þeirri tímamótákvörðun um langtímasamkomulag í baráttunni gegn loftslagsbreytingum sem tekin var í París. Norðurlönd munu eftir sem áður beita sér fyrir metnaðarfullum aðgerðum í loftslagsmálum þannig að samfélög okkar umbreytist og efnahagurinn verði mjög orkuskilvirkur, kolefnissnauður og loftslagsþolinn.
Við sjáum að losun vegna alþjóðlegra flutningar er ekki tekin sérstaklega fyrir í Parísar-sáttmálanum. Gert er ráð fyrir að losun vegna alþjóðlegra flutninga muni aukast um 50-250% fram til ársins 2050. Ef ekki verður brugðist við mun þessi þróun grafa undan aðgerðum í öðrum geirum sem miða að því að halda hitastigsbreytingum undir 2°C.
Norðurlönd vekja athygli á mikilvægi þess að takmarka og draga úr losun frá alþjóðlegum flutningum og munu halda áfram að beita sér fyrir þessu markmiði á vettvangi Alþjóðaflugmálastofnunarinnar og Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar.
Norðurlönd voru með sameiginlegan sýningarskála á COP21 í umsjón Norrænu ráðherranefndarinnar. Á vefsíðunni www.norden.org/cop21 eru nánari upplýsingar um starf Norðurlanda á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna.