Norðurlönd með augum ungra

20.05.19 | Fréttir
Fotograf
Ljósmyndari
Justin Main
Sigurvegarar ljósmyndasamkeppni Norrænu ráðherranefndarinnar eru fundnir og Norðurlandabúar geta hlakkað til nýrrar skapandi sýnar á mikilvæg pólitísk málefni eins og lýðræði, aðlögun, jafnrétti og vinnu í þágu fólks með fötlun.

Næstu mánuði kosta sjö norræn ungmenni kapps um að ná ljósmyndum sem lýsa best þeirra sjónarhorni á einhverju þeirra málefna sem Norræna ráðherranefndin vinnur að. Sigurvegararnir koma frá sex löndum innan Norðurlanda. Yngsti þátttakandinn er aðeins sautján ára, heitir Emmi Storgård og er frá Álandseyjum. Hún mun túlka jafnrétti á sinn hátt. Keppninni er ekki lokið að því er varðar ljósmyndir sem tengjast stafvæðingu.       

Sigurvegararnir eru

Lýðræði

Iris Dager, 26 ára – Íslandi

Martin Zachrisson, 18 ára – Svíþjóð  

 

Aðlögun

Mads Schmidt, 18 ára – Danmörku

Isabella Lindblom, 27 ára – Finnlandi    

 

Jafnrétti

Emmi Storgård, 17 ára – Álandseyjum

 

Vinna í þágu fólks með fötlun

Erikur Bjørnsson, 29 ára – Færeyjum

Tam Vibberstoft, 29 ára – Danmörku  

 

Myndirnar eru ætlaðar sem myndefni fyrir samskiptadeild Norrænu ráðherranefndarinnar og til nota meðal annars í herferðir, viðburði og á samfélagsmiðlum.