Norsku krónprinshjónin afhenda umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 31. október

26.10.23 | Fréttir
H.K.H Kronprins Haakon och H.K.H. Kronprinsessan Mette-Marit
Photographer
Mischa Schoemaker/SIPA/Ritzau Scanpix
Hans hátign Hákon krónprins og hennar hátign Mette-Marit krónprinsessa af Noregi munu afhenda umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs í beinni útsendingu frá Óperuhúsinu í Ósló. Aðrir sem afhenda verðlaun verða Lubna Jaffery menningarmálaráðherra, leikkonan Maria Bonnevie, rithöfundurinn Maja Lunde og tónlistarkonan Kajsa Balto. Hægt verður að fylgjast með verðlaunaafhendingunni á NRK1 og norden.org.

Kynnar verða leikarinn Kåre Conradi og tónlistarkonan Ingrid Bjørnov sem jafnframt munu setja tónlistarlegan blæ á hátíðina. Fram koma Stian Carsten, sem áður hefur verið tilnefndur til tónlistarverðlaunanna, ásamt Romkameratene, hiphop-stjarnan Jonas Benyoub, tónlistarkonan Kajsa Balto og Nasjonalballeten UNG sem mun flytja nýtt verk eftir Kumiko Hayakawa.

Þessi afhenda verðlaunin í ár:

Norðurlandaráð veitir ár hvert fimm verðlaun til þess að vekja athygli á bókmenntum, tónlist, kvikmyndum og nýskapandi aðgerðum á sviði umhverfismála þar sem sjónum verður að þessu sinni beint að umhverfislegum áskorunum textíliðnaðrins. Vinningshafarnir fá að launum verðlaunagripinn Norðurljós auk 300 þúsunda danskra króna.

  • Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs: Krónprins Hákon og krónprinsessa Mette-Marit afhenda verðlaunin
  • Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs: Tónlistarkonan Kajsa Balto afhendir verðlaunin 
  • Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs: Rithöfundurinn Maja Lunde afhendir verðlaunin 
  • Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs: Leikkonan Maria Bonnevie afhendir verðlaunin
  • Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs: Lubna Jaffery, menningarmálaráðherra Noregs, afhendir verðlaunin 

Umhverfisverðlaunin beina sjónum að textíliðnaðinum

Að þessu sinni snúast umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs um textíliðnaðinn og áskoranir hans í umhverfis- og loftslagsmálum. Verðlaunin verða veitt aðila sem stuðlar að kerfislegum breytingum á textíliðnaðinum fatanotkun í átt til sjálfbærrar þróunar.

Bein útsending frá verðlaunahátíðinni í öllum norrænu löndunum

Útsending hefst frá Norska óperu- og balletthúsinu kl. 18.30 (að íslenskum tíma) og verður hægt að fylgjast með henni á norden.org í öllum norrænu löndunum. Verðlaunaafhendingin verður einnig send út á NRK1 og hefst útsendingin kl. 19.00 að íslenskum tíma.

Fyrir fjölmiðla

Verðlaun Norðurlandaráðs 2023 verða afhent 31. október kl. 19.30 að norskum tíma (18.30 að íslenskum tíma) í Óperuhúsinu í Ósló. Strax að athöfninni lokinni verður hægt að taka myndir og viðtöl við verðlaunahafana. Eingöngu þeir blaðamenn sem skráðir eru á þing Norðurlandaráðs eiga tækifæri á að verða viðstaddir verðlaunaafhendinguna.

Blaðamenn þurfa að skrá sig í síðasta lagi 27. október kl. 14 að norskum tíma (12 að íslenskum tíma). Gilds blaðamannaskírteinis er krafist. 

Verðlaun Norðurlandaráðs verða veitt í tengslum við 75. þing Norðurlandaráðs í Ósló dagana 30. október til 2. nóvember.