Norðurlönd vilja vera í fararbroddi í sjálfbærum byggingariðnaði
Norrænir byggingar- og húsnæðismálaráðherrar komu saman til fundar í Gautaborg þann 13. ágúst. Á dagskrá var meðal annars nýting bygginga sem þegar eru til staðar og einföldun regluverks í þágu loftslagsvænnar byggingarstarfsemi.
„Norrænu löndin standa frammi fyrir áþekkum úrlausnarefnum í húsnæðismálum og á fundinum ræddum við meðal annars einföldun á regluverki á sviði byggingar- og fasteignamála. Vinna við einföldun stendur yfir á öllum Norðurlöndum og því getum við skipst á reynslu af aðgerðum landanna við einföldun á lagarammanum,“ segir Andreas Carlson, innviða- og húsnæðismálaráðherra Svíþjóðar, sem var gestgjafi á fundinum.
Öflugur árangur
Á fundinum var ráðherrunum kynntur árangurinn af áætluninni Nordic Sustainable Construction sem hefur verið í gangi frá árinu 2020 með það að markmiði að marka Norðurlöndum stöðu í fararbroddi á sviði sjálfbærrar og samkeppnishæfrar byggingarstarfsemi. Meðal annars hefur verið athugað hvaða hindranir eru í vegi fyrir því að endurnýta byggingarefni í auknum mæli, hvernig megi gera byggingarsvæði losunarlaus ásamt því sem litið hefur verið til norrænnar samræmingar á vistferilsgreiningum í byggingariðnaði.
Áætluninni lýkur í lok árs 2024 og lýstu ráðherrarnir vilja til þess að sjá því framlengt á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar um sjálfbæran hagvöxt (MR-VÆKST) undir stjórn norrænu ráðherranna á sviði atvinnu-, orku- og byggðamála. Byggingar- og húsnæðismálaráðherrarnir leggja til að í nýrri áætlun um sjálfbæra byggingarstarfsemi verði áhersla lögð á loftslagsmál, hringrásarhagkerfið, stafvæðingu og ESB.
Það gleður mig að sjá að norrænt samstarf um að skapa sjálfbæran byggingariðnað efli ekki aðeins Norðurlönd heldur sé jafnframt eftirspurn eftir reynslu okkar og greiningum innan ESB og annars staðar í heiminum.
Í fararbroddi í ESB
Á fundinum var einnig kynntur árangur af formennskuverkefni Finnlands, Nordic Network for Circular Construction, sem lauk nýlega og sýndi að norrænu löndin geti verið í fararbroddi og sett fordæmi innan ESB þegar kemur að löggjöf í tengslum við hringrásarhagkerfi í byggingarstarfsemi.
„Ég vil þakka ráðherrunum og fulltrúum landanna fyrir góðar umræður og það gleður mig að sjá að norrænt samstarf um að skapa sjálfbæran byggingariðnað efli ekki aðeins Norðurlönd heldur sé jafnframt eftirspurn eftir reynslu okkar og greiningum innan ESB og annars staðar í heiminum,“ segir Karen Ellemann, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar.
We, the Nordic ministers responsible for construction and housing affirm our commitment to fight climate change by facilitating reductions in emissions from the built environment. Further, we state our commitment to work towards making the Nordic construction sector the most sustainable in the world.