Norrænt samstarf um stafræna þróun í heilbrigðisgeiranum

14.09.18 | Fréttir
Gå til lægen via din hjemmecomputer
Photographer
norden.org
Velferðarnefnd Norðurlandaráðs leggur til að Norðurlöndin eigi í stafrænu samstarfi á sviði heilbrigðismála þar sem sjúklingum er boðin besta meðferðin óháð landamærum milli norrænu ríkjanna. Tillagan kom frá flokkahópi jafnaðarmanna í nefndinni og verður lögð fyrir þing Norðurlandaráðs í Ósló í október.

Pólitískur vilji og tæknileg uppfærsla eru lykillinn að stafrænu samstarfi um heilbrigðismál. Tæknilega á þetta sér stað í gegnum 5G, fimmtu kynslóð þráðlauss netkerfis. Þar við bætist vilji til þess að innleiða stafrænar lausnir á vettvangi félagslegrar þjónustu og heilbrigðisþjónustu. Þetta gagnast á fleiri sviðum. Stafræn þróun getur haft í för með sér sparnað sem nýta má til þess að auka gæði á öðrum sviðum velferðarkerfisins. Jafnframt mun stafræn þróun gagnast einstaklingum þannig að þeir geta fengið aðgang að sérfræðilæknum á Norðurlöndum og að nýjum hjálpartækjum vegna heilsu og hjúkrunar. Þegar eru fyrir hendi góð dæmi á Norðurlöndum sem draga má lærdóm af. Til dæmis á sjúklingur á heilsugæslustöð á Grænlandi þess kost að fá stafræna þjónustu frá lækni í Kaupmannahöfn. Þetta er dæmi um þá hugsun og möguleika á þjónustu sem Norðurlandaráð vill að nái um allt á Norðurlöndum.

Við höfum allt sem þarf til þess að geta orðið leiðandi í heiminum á sviði velferðartækni, það kemur 26 milljónum íbúa Norðurlanda að gagni og getur orðið fyrirmynd um allan heim.

Bente Stein Mathiesen, formaður velferðarnefndar Norðurlandaráðs.

Jafnrétti á velferðarsviðinu

Íbúar afskekktra byggða á Norðurlöndum eiga ekki eins greiðan aðgang að velferðarkerfinu eins og íbúar borganna. Þeir eru því varnarlausari fyrir bragðið. Stafrænu þróuninni er ætlað að vera liður í því að koma í veg fyrir þetta. Norðurlandaráð hefur fundað með Heilbrigðis- og rannsóknaráðuneytinu um fjarlækningar til þess að leita hugmynda þaðan. Fjarlægðir á Grænlandi eru gríðarlega miklar og landfræðilegar aðstæður erfiðar. Þetta gerir borgurum erfitt um ferðir. Flugmiði báðar leiðir getur í verstu tilvikunum kostað allt að 24.000 danskar krónur. Af þessum sökum meðal annars eru fjarlækningar nú notaðar í vaxandi mæli í heilbrigðiskerfinu og kostir þess eru eftirtektarverðir, bæði fyrir heilbrigðiskerfið og fyrir einstaka sjúklinga. Sjúklingar geta oftar orðið um kyrrt í heimabyggð sinni þar sem utanaðkomandi sérfæðimat vinnur með rannsóknum sem gerðar eru á staðnum og því er hægt að flýta vinnslu og meðferð.  
   

Jafnrétti milli einstaklinga er eitt af grunngildum Norðurlandaþjóða. Þetta liggur til grundvallar tillögu Norðurlandaráðs um stafræna þróun á velferðarsviðinu.

Bente Stein Mathiesen

Stafræn þróun - traust, tími og aðgengi

Áhyggjuefni er þó hvaða áhrif stafræn þróun kann að hafa á mannleg samskipti. Velferðarnefnd Norðurlandaráðs er meðvituð um þetta. Allnokkur dæmi eru þó um að stafræn þróun leiði til aukinna mannlegra samskipta og trausts milli fagfólks og sjúklinga. Norðurlandaráð tók þátt í lýðræðishátíðinni LÝSU á Íslandi. Þar var bent á ýmsar velferðartæknilegar ráðstafanir sem leiddu til aukins aðgengis og tíma með einstaklingnum vegna þess að stafræn hjálpartæki sáu um verklega þætti.     

Contact information