Nýjar skýrslur fjalla um leiðir til að auka endurnýtingu og endurvinnslu á vefnaðarvöru

02.06.14 | Fréttir
Källsortering
Photographer
Johannes Jansson/norden.org
Á bilinu 54–80% vefnaðarvöru sem hent er á Norðurlöndum, eru skilgreind sem blandaður úrgangur og enda í sorpbrennslu eða landfyllingum þó efnið henti vel til endurnýtingar eða endurvinnslu. Í þremur nýjum skýrslum sem gefnar eru út af Norræna úrgangshópnum (NAG) og Norrænu ráðherranefndinni er vandinn greindur og bent á leiðir til að auka endurnýtingu og endurvinnslu vefnaðarvöru á svæðinu svo um muni.

Í tveimur skýrslum, „Towards a Nordic textile strategy“ og „Towards a new Nordic textile commitment“, er fyrirkomulag söfnunar, flokkunar, endurnýtingar og endurvinnslu á Norðurlöndum skoðað.  Markmiðið er að bæta innviði í meðhöndlun textílúrgangs og þróa sameiginlegan gæðastuðul fyrir fyrirtæki sem koma að henni.

„Aðeins 20–46% textílvöru sem notuð er á Norðurlöndum er safnað saman til endurnýtingar eða endurvinnslu. Greinileg þörf er á því að auka og efla þessa söfnun, því hér eru verðmæti í húfi,“ segir Sanna Due Sjöström, formaður Norræna úrgangshópsins.

„Við þurfum að koma á fót viðamikilli endurvinnslu textíltrefja við fyrsta flokks aðstæður. Verði hentug tækni þróuð á Norðurlöndum getum við byggt upp endurvinnsluiðnað sem væri leiðandi á heimsmælikvarða.“

Þriðja skýrslan heitir „EPR systems and new business models“ og fjallar um kosti þess að þróa „Extended Producer Responsibility“-viðskiptalíkön, sem ætlað er að hvetja textílframleiðendur til að hanna endingargóða vöru og vera meðvitaðri um umhverfisáhrif framleiðslunnar. Í sömu skýrslu er einnig greint frá fjölda nýrra viðskiptalíkana sem geta stuðlað að aukinni endurnýtingu og endurvinnslu.

Aðdragandi

Skýrslurnar eru liður í átaksverkefni Norrænu ráðherranefndarinnar um grænan hagvöxt.  Niðurstöður greiningarinnar munu nýtast í því starfi sem nú fer fram í því skyni að bæta aðstæður endurnýtingar og endurvinnslu á Norðurlöndum. Frekari niðurstöður verða birtar í lokaskýrslum um verkefnin í árslok 2014.

Towards a new Nordic textile commitment: Collection, sorting, reuse and recycling

Towards a Nordic textile strategy: Collection, sorting, reuse and recycling of textiles 

EPR systems and new business models: Reuse and recycling of textiles in the Nordic region