Orkulausnir fyrir grænni framtíð – nýtt tölublað Sustainable Growth the Nordic Way

17.05.18 | Fréttir
Fåglar på elledning_unsplash
Ljósmyndari
Slava Bowman / Unsplash
Rétt áður en Nordic Clean Energy Week fer í hönd kemur út nýtt tölublað af vefritinu Sustainable Growth the Nordic Way þar sem skoðað er hvar norrænar orkulausnir hafa skilið eftir sig sjálfbært vistspor.

Lesið um niðurstöður nýrrar greiningar, Nordic Green to Scale for countries, þar sem farið er yfir hvernig hægt er að sníða fyrirliggjandi norrænar loftslaglausnir að aðstæðum í Eystrasaltsríkjunum, Póllandi og Úkraínu til hagsbóta fyrir efnahagslífið og andrúmsloftið.

Önnur grein fjallar um reynslu Norðurlanda af því að greiða fyrir þróun sameiginlegs raforkumarkaðar í Eþíópíu og Austur-Afríku en sú þriðja um nýja tækni til að skapa neikvæða kolefnislosun.