Pólitískar hátíðir í öllum norrænu ríkjunum fimm

09.06.15 | Fréttir
Fundur fólksins er fyrsta hátíð sinnar tegundar á Íslandi og fer fram í Norræna húsinu í Reykjavík 11.–13. júní.

Fundur fólksins

Norræna húsið í Reykjavík stendur fyrir hátíðinni Fundur fólksins í samstarfi við fleiri aðila. Um er að ræða fyrstu hátíðina af þessu tagi á Íslandi og fer hún fram 11.–13. júní. Skipuleggjendur hafa sótt innblástur í svipaðar hátíðir sem haldnar eru í öðrum Norðurlöndum á hverju sumri. Markmiðið með Fundi fólksins er að fagna lýðræðinu og efna til umræðna um málefni sem eru ofarlega á baugi í þjóðfélaginu.

Dagskrá

Folkemødet

Folkemødet fer fram í Allinge á Borgundarhólmi í Danmörku, nú fimmta árið í röð. Væntanlegar þingkosningar í Danmörku verða ofarlega á baugi á hátíðinni í ár. Nordens Telt á Cirkuspladsen verður vettvangur fyrir umræður, kvikmyndasýningar, tónlistarflutning og spjall. Áhersla hátíðarinnar þetta árið er á tjáningarfrelsi, eins og lesa má úr yfirskriftinni „Det åbne Norden?“ („Hin opnu Norðurlönd?“).

Dagskrá

Almedalsveckan

Tjáningarfrelsi og varnarmál verða í brennidepli á Degi Norðurlandanna, 29. júní. Dagurinn er liður í dagskrá Almedalsveckan, en hún hefur orðið að fyrirmynd fyrir aðrar norrænar hátíðir með svipuðu sniði.

Dagskrá

Suomi Areena

Á hátíðinni Suomi Areena í Pori í Finnlandi, 11.–17. júlí, verður áhersla lögð á norræna velferð, fjármögnun menningarverkefna og Biophilia, nýskapandi verkefni Bjarkar Guðmundsdóttur.

Dagskrá

Arendalsuka

Þann 17. ágúst standa skipuleggjendur hátíðarinnar Arendalsuka í Arendal í Noregi fyrir norrænum leiðtogafundi um gæði skólastarfs og menntunar, í samstarfi við Norðurlandaráð og Norrænu ráðherranefndina. Menntamálaráðherrar Noregs og Svíþjóðar munu ræða við fræðimenn, stjórnmálamenn og fagfólk um gæði skólastarfs á Norðurlöndum.

Dagskrá