Samstarfsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar um Norðurskautssvæðið 2018-2021 samþykkt á þingi Norðurlandaráðs

02.11.17 | Fréttir
Miljø, forskning og urfolk får støtte fra det Arktiske samarbeidsprogrammet
Photographer
Nikolaj Bock/Norden.org
Norðurlandaráð samþykkti á 69. þingi sínu í Helsinki í Finnlandi, 2. nóvember 2017, áttundu samstarfsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar um Norðurskautssvæðið, „Norrænt samstarf um Norðurskautssvæðið“. Útlit er fyrir að Norðurlöndin mundu halda áfram samfelldu og uppbyggilegu norrænu samstarfi um, fyrir og á Norðurskautssvæðinu.

„Norrænt samstarf um Norðurskautssvæðið“ er heiti nýrrar samstarfsáætlunar Norrænu ráðherranefndarinnar sem gildir fyrir árin 2018-2021. Samstarf skiptir sköpum þegar kemur að því að finna lausnir við áskorunum og þörfum Norðurskautssvæðisins.

Það sem hvað helst einkennir „Norrænt samstarf um Norðurskautssvæðið“ er einmitt það sem fram kemur í heitinu: samstarf. Það sem er sérstakt við norrænt samstarf er samstarfið. Norðurlöndin standa sterkari þegar þau vinna saman. Norðurlöndin ná betri niðurstöðu þegar þau vinna saman. Þetta á líka við um Norðurskautssvæðið. Þess vegna hefur samstarfsþátturinn fengið sérstakt vægi í þeirri samstarfsáætlun sem nú tekur gildi.

Frá árinu 2015 hafa Norðurlöndin unnið samkvæmt Dagskrá 2030 og sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Framlag Norðurlandanna til þess að innleiða markmiðin á að vera enn meira. Þetta endurspeglast einnig í áætluninni „Norrænt samstarf um Norðurskautssvæðið“. Þess vegna skiptir 17. markmiðið um samstarf til þess að ná markmiðunum einnig sköpum í vinnu Norðurlandaráðs með, á og fyrir Norðurskautssvæðið.

Í áætluninni „Norrænt samstarf um Norðurskautssvæðið“ er unnið með fjögur ensk P sem forgangsverkefni áætlunarinnar:

  1. Peoples (Þjóðir)
  2. Planet (Pláneta)
  3. Prosperity (Velmegun)
  4. Partnerships (Alþjóðleg samvinna)

„Norrænt samstarf um Norðurskautssvæðið“ er áttunda áætlunin í röð áætlana Norrænu ráðherranefndarinnar sem tileinkaðar eru þróun Norðuskautssvæðisins. Frá árinu 1996 hefur Norræna ráðherranefndin varið um það bil 137 milljónum danskra króna í og fyrir Norðurskautssvæðið. Með nýju áætluninni verður um það bil 9 milljónum danskra króna varið árlega til samstarfsáætlunarinnar. Þá er gert ráð fyrir að varið verði að auki um það bil 36 milljónum danskra króna til þróunarinnar í og fyrir Norðurskautssvæðið næstu fjögur ár. Þetta er til vitnis um að í norrænu samstarfi hefur verið unnið stöðugt og kerfisbundið að því að styðja við og þróa Norðurskautssvæðið í þá átt sem vilji stendur til á Norðurlöndum. „Norrænt samstarf um Norðurskautssvæðið„ tekur gildi 1. janúar 2018.