Thomas Blomqvist nýr samstarfsráðherra Norðurlanda í Finnlandi

03.06.19 | Fréttir
Thomas Blomqvist,  samarbetsminister Finland
Ljósmyndari
Corinne Grönholm

 

 

Ný ríkisstjórn tekur við völdum í Finnlandi í þessari viku og um leið hættir Anna Berner sem samstarfsráðherra Norðurlanda og nýr maður tekur við. Thomas Blomqvist er fulltrúi Svenska folkpartiet og verður einnig jafnréttismálaráðherra nýju ríkisstjórnarinnar.

Stjórnarmyndunarviðræðum í Finnlandi er lokið og í dag kynnti verðandi forsætisráðherra sósíaldemókrata Antti Rinne samstarfsáætlun nýrrar ríkisstjórnar fyrir fjölmiðlum. Sósíaldemókrataflokkurinn, Centern i Finland, Gröna förbundet, Vänsterförbundet og Svenska folkpartiet mynda ríkisstjórnina. 

Thomas Blomqvist er að hefja fjórða kjörtímabil sitt á finnska þinginu en hann var formaður þingflokks Svenska folkpartiet á síðasta kjörtímabili. 

Æðstu stjórnir ríkisstjórnarflokkanna fimm taka nú afstöðu til ríkisstjórnarþátttöku flokka sinna. Búist er við að ný ríkisstjórn taki við völdum í lok vikunnar.