Umræða um lagaramma fyrir klínískar rannsóknir

16.02.15 | Fréttir
Árlegur fundur Nordic Trial Alliance, sem er samstarfsnet norrænna vísindamanna, var haldinn í Helsinki í lok janúar. Umræðuefnið var að þessu sinni munurinn á löggjöf landanna og sameiginlegir norrænir starfshættir við klínískar rannsóknir.

Nordic Trial Alliance (NTA) var komið á fót í tengslum við verkefnið Norrænt samstarf um klínískr rannsóknir sem er hluti af áætluninni Sjálfbær norræn velferð. Markmið verkefnisins er að auðvelda framkvæmd klínískra rannsókna á Norðurlöndum þannig að nýjar læknismeðferðir nái sem fyrst til sjúklinga.

Með þessum hætti getur norrænt samstarf um klínískar rannsóknir bætt gæði, öryggi sjúklinga og heilbrigði á Norðurlöndum.

Samstarf um ferli vegna siðfræðilegs eftirlits mun líklega einnig verða mikilvægt skref í átt að því að einfalda starfsferla vegna framkvæmdar klínískra rannsókna sem ná til meira en eins norræns lands og getur verið mikilvægur þáttur í því að auka fjölda klínískra rannsókna á svæðinu.

Næsti fundur Nordic Trial Alliance verður haldinn í janúar 2016.

Nánari upplýsingar um fundinn í Helsinki

Nánari upplýsingar um Nordic Trial Alliance

NordForsk.hefur umsjón með verkefninu um norrænt samstarf um klínískar rannsóknir.