Borea Adventures, ferðaskrifstofa – Ísland

Borea Adventures
Photographer
Benjamin Hardman
Sjálfbær ferðamennska sem verndar fjallarefinn.

Fjallarefurinn, einnig nefndur heimskautarefur (Vulpes lagopus), er eina upprunalega landspendýrið á Íslandi. Hann gegnir mikilvægu hlutverki í íslenskri náttúru vegna þess að hann er eina rándýrið sem er til staðar á náttúrulegum forsendum. Ill meðferð fólks gegnum tíðina, tap á búsvæðum til rauðrefsins og loftslagsbreytingar leiða þó til þess að tilveru hans er verulega ógnað um allan heim. Með því að leggja áherslu á mikilvægi tegundarinnar fyrir vistkerfið á Íslandi og takast á við fordóma um að fjallarefurinn sé meindýr sem eyðileggur náttúruna vill Borea Adventures snúa almenningsálitinu á sveif með þessu litla rándýri.

Borea Adventures vinnur með vísindafólki frá Náttúrufræðistofnun og Melrakkasetri Íslands (The Arctic Fox Centre) til þess að tryggja að starfsemin fari fram bæði á faglegan og sjálfbæran hátt.

Borea Adventures sýnir með starfsemi sinni að verndun líffræðilegrar fjölbreytni og sjálfbær ferðamennska geta farið saman.

Sjálfbær ferðamennska styður við líffræðilega fjölbreytni og stuðlar að varðveislu upprunalegs lífríkis.

Rúnar Karlsson, Borea Adventures