Sjálfbærar borgir á Norðurlöndum

Upplýsingar
Árið 2050 er gert ráð fyrir að 66% jarðarbúa eigi heima í borgum. Ellefta markmið áætlunar Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun til ársins 2030 fjallar um að gera borgir og íbúðasvæði öllum mönnum auðnotuð, örugg, viðnámsþolin og sjálfbær.
Á Norðurlöndum getum við boðið hágæða borgalausnir sem byggja á norrænum styrkleikum, svo sem góðum stjórnarháttum, samstarfi hins opinbera og einkageirans, hefð fyrir hönnun og ríkri umhverfis- og félagsvitund, ásamt traustum tæknilausnum.
Flaggskipsverkefninu er ætlað að kynna umræddar lausnir á alþjóðlegum vettvangi með metnaðarfullri markaðssetningu, skapa samnorrænan útflutningsvettvang, koma á pólitísku samstarfi og mynda tengslanet. Aðgerðirnar eiga að greiða fyrir samstarfi norrænna hagsmunaaðila og fjölga útflutningstækifærum. Verkefnið verður unnið í nánu samstarfi við viðskiptaráð landanna, klasa og fyrirtæki.
Flaggskipsverkefnið byggir áfram á góðum árangri verkefnisins Nordic Built Cities, þar sem þróaðar voru nýskapandi lausnir fyrir sjálfbært, snjallt og aðlaðandi borgarrými. Norræna nýsköpunarmiðstöðin hefur umsjón með verkefninu.
Nánari upplýsingar:
Hafið samband við:
Hans Fridberg aðalráðgjafa, [h.fridberg@nordicinnovation.org]