Veruleg vandamál í fjármálastjórn Norrænu ráðherranefndarinnar

22.06.21 | Fréttir
Nordens Hus, København
Photographer
Alf Kronvall/norden.org
Norræna ráðherranefndin á við verulegan vanda að etja sem tengist fjármála- og verkefnastjórn hennar.

Afgreiðsla ársreikninga ráðherranefndarinnar fyrir árið 2020 hefur tafist. Ekki var unnt að skila ársreikningunum til Ríkisendurskoðunar í Danmörku fyrr en í júní. Ársreikningunum var skilað eftir að skrifstofan hafði farið í gegnum afar umfangsmikla innri endurskoðun á verkefnaumsjóninni. Vegna þessarar seinkunar hefur Ríkisendurskoðun enn ekki lokið endurskoðun ársreikninganna.

Framkvæmdastjórinn heldur blaðamannafund

Frekari upplýsingar um fjármálastjórn Norrænu ráðherranefndarinnar verða veittar á rafrænum blaðamannafundi með Paulu Lehtomäki, framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar, og Gerner Oddershede fjármálastjóra miðvikudaginn 23. júní klukkan 11.30 að dönskum tíma.

Skráning á blaðamannafundinn fer fram gegnum Mary Gestrin, yfirmann upplýsinga- og samskiptasviðs, á netfanginu mage@norden.org.