Lífeyriskerfið á Íslandi

Íslenska lífeyriskerfið er byggt upp af þremur meginstoðum.
Almannatryggingakerfið er lífeyriskerfi á vegum þess opinbera sem allir landsmenn eiga aðild að og er fjármagnað með sköttum.
Réttindi úr almenna tryggingakerfinu tengjast búsetu á Íslandi.
Allir sem vinna á Íslandi eru skyldugir að greiða iðgjald í lífeyrissjóð.
Lífeyrissjóðirnir byggja á sjóðasöfnun.
Hjá lífeyrissjóðum er einnig hægt að sækja um örorkulífeyri, makalífeyrir og barnalífeyri.
Viðbótarlífeyrissparnaður er frjáls einstaklingsbundinn sparnaður og veitir einstaklingsbundinn réttindi.
Réttindi erfast við fráfall samkvæmt reglum erfðalaga.
Aðrar tegundir lífeyris sem falla undir almannatryggingakerfið
Barnalífeyrir
Makalífeyrir
Örorkustyrkur
Aldurstengd örorkuuppbót
Tekjutrygging
Heimilisuppbót
Nánari upplýsingar um þessar greiðslur er að finna á vef Tryggingastofnunnar
Lífeyrir frá lífeyrissjóðum
Réttindi í lífeyrissjóðum miðast við greidd iðgjöld á þeim tíma sem einstaklingur starfaði á Íslandi.
Upplýsingar um þín réttindi er að finna hjá þeim lífeyrissjóði sem þú greiddir í þegar þú starfaðir á Íslandi.
Almennt hefja lífeyrissjóðir útborgun lífeyris við 67 ára aldur en nokkrir sjóðir miða við 65 ára aldur.
Greiðslur úr lífeyrissjóðum flytjast almennt með einstaklingnum þegar flutt er til annarra norrænna landa, það borgar sig þó að hafa samband við þá lífeyrissjóði þaðan sem greiðslur koma.
Viðbótarlífeyrissparnaður er séreign og er viðbót við almennan skyldulífeyrissparnað.
Ef launþegi velur að safna viðbótarlífeyrissparnaði getur hann valið um 2% - 4% mánaðarlegan sparnað og greiðir þá vinnuveitandi mótframlag.
Hægt er að grípa til viðbótarlífeyrissparnaðarins ef alvarleg slys eða veikindi verða til þess að draga úr starfsgetu.
Útborgun viðbótarlífeyrissparnaðar getur hafist við 60 ára aldur eða síðar og er hann þá greiddur út með jöfnum afborgunum fram að 67 ára aldri eða lengur.
Viðbótarlífeyrissparnaður erfist við fráfall samkvæmt reglum erfðalaga.
Við hvern á að hafa samband ef spurningar vakna?
Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Tryggingastofnunar. Einnig er hægt að fá upplýsingar símleiðis hjá þjónusturáðgjafa í síma (+354) 560 4400
Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.