Til minnis áður en haldið er til náms í Finnlandi

Suomeen opiskelemaan lähtevän muistilista
Hér hafa verið tekin saman ýmis atriði sem borgar sig að athuga með góðum fyrirvara þegar ráðgert er að halda til náms í Finnlandi.

Til að byrja með er hægt að skoða síðuna Til minnis þegar flutt er til Finnlands, en þar eru almennar ráðleggingar varðandi flutning til Finnlands. Upplýsingar um nám í Finnlandi og umsóknarferli eru m.a. á síðunum Study in Finland og Opintopolku.

Hvernig eru húsnæðismálin á nýja staðnum?

Það borgar sig að sækja um námsmannaíbúð sem allra fyrst, jafnvel áður en þú færð staðfestingu á að hafa komist inn í námið sem sótt var um.

Hvernig er tekið á móti nýjum nemendum?

Hafðu samband við deildina í nýja skólanum og athugaðu hvernig tekið er á móti nýjum nemendum. Er staðið fyrir upplýsingafundum eða fá nýir nemendur tengiliði sér til aðstoðar?

Verður pósturinn áframsendur?

Mundu að ganga úr skugga um að allur póstur verði áframsendur á nýja heimilisfangið þitt í Finnlandi. Hafðu samband við póstinn í landinu sem flutt er frá.

Hvernig fjármagnarðu námið?

Ef þú býrð í landi þar sem námsstyrkur er greiddur út mánaðarlega, geturðu yfirleitt tekið hann með þér til annars lands. Ef þú kemur til Finnlands sem skiptinemi skaltu spyrjast fyrir um t.d. Nordplus-styrki hjá háskólanum í heimalandi þínu.

Ef þú hefur hugsað þér að vinna með náminu og laun þín og starfshlutfall eru yfir tilteknu lágmarki skaltu kynna þér efni síðunnar Almannatryggingar þegar komið er til starfa í Finnlandi.

Ætlarðu að opna bankareikning í Finnlandi?

Lestu þér til á síðunni Bankareikningur í Finnlandi.

Hvað ef þú veikist?

Það borgar sig að panta Evrópska sjúkratryggingakortið frá viðeigandi tryggingayfirvöldum í heimalandi þínu til að tryggja að þú fáir skjóta læknismeðferð í Finnlandi ef þess gerist þörf.

Gilda tryggingarnar?

Spurstu fyrir hjá tryggingafélaginu þínu um það hvort tryggingarnar þínar gildi í Finnlandi.

Er stúdentakortið gilt?

Erlend stúdentakort eru alla jafna ekki tekin gild í Finnlandi. Hið alþjóðlega ISIC-kort veitir þó einhver hlunnindi. Finnskt stúdentakort færðu hjá finnska háskólanum þínum eða nemendafélagi skólans.

Verður námið viðurkennt í heimalandi þínu?

Ef námi er lokið í öðru landi getur verið að þú þurfir að sækja sérstaklega um starfsréttindi í heimalandi þínu til að starfa innan löggiltrar starfsgreinar. Þetta gildir einkum um störf á heilbrigðissviði og innan ýmissa iðngreina.

Samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna