Leiðbeiningar: Að flytja til Finnlands

Tjekliste når du flytter til Sverige
Á þessari síðu er sagt frá þeim ráðstöfunum sem gera þarf áður en flutt er til Finnlands og hvað gera þarf við komuna þangað. Ráðstafanir hverju sinni velta meðal annars á því hvort flutt er til skemmri eða lengri tíma.

Á þessari leiðbeiningasíðu eru ýmsar upplýsingar sem gott er að hafa til hliðsjónar ef þú hyggur á flutninga til Finnlands. Ef þú flytur til Finnlands þarft þú að tilkynna flutninginn til ýmissa stofnana. Auk þess geta flutningar til Finnlands haft áhrif á rétt þinn til almannatrygginga og heilbrigðisþjónustu, svo og á skattlagningu þína.  Hér eru einnig upplýsingar um dvalar- og starfsleyfi í Finnlandi, búsetu, tungumálanámskeið og flutning búslóðar, bifreiða og gæludýra inn í Finnland.

Ef þú ert að flytja til Finnlands vegna vinnu eða náms skaltu líka kynna þér þessar leiðbeiningasíður.

Dvalar- og starfsleyfi í Finnlandi

Borgarar norrænna ríkja þurfa ekki dvalar- eða starfsleyfi til að dvelja eða starfa í öðru norrænu ríki. Þó gilda ákveðin skilyrði fyrir ríkisborgara ESB- eða EES-landa utan Norðurlanda og borgara annarra ríkja sem vilja dvelja eða starfa í Finnlandi. Nánari upplýsingar eru á síðunni Dvalar- og starfsleyfi í Finnlandi.

Að tilkynna flutning og skrá sig í þjóðskrá í Finnlandi

Nánari upplýsingar um að tilkynna flutning eru á síðunni Að tilkynna flutning og skrá sig í þjóðskrá í Finnlandi.

Fólk sem flyst varanlega til Finnlands fær finnska kennitölu þegar það skráir sig inn í landið. Í vissum tilvikum getur fólk fengið finnska kennitölu þótt það dvelji aðeins tímabundið í landinu. Nánari upplýsingar eru á síðunni Finnsk kennitala.

Almannatryggingar og heilbrigðisþjónusta

Sé flutt milli landa á ávallt að tilkynna það yfirvöldum almannatrygginga í brottfararlandinu. Sé um að ræða varanlegan flutning er einnig gott að tilkynna hann til finnsku almannatryggingastofnunarinnar (Kansaneläkelaitos eða Kela). 

Upplýsingar um það hvar þú átt aðild að almannatryggingum eftir flutninga frá Finnlandi eru á síðunni Hvar átt þú aðild að almannatryggingum?

Upplýsingar um rétt til almannatrygginga á grundvelli búsetu og atvinnu eru á síðunni Almannatryggingar í Finnlandi. Upplýsingar um heilbrigðisþjónustu eru á síðunni Réttur til heilbrigðisþjónustu í Finnlandi. Upplýsingar um atvinnuleysistryggingar eru á síðunni Atvinnuleysisbætur í Finnlandi.

Skattlagning

Upplýsingar um skattlagningu í Finnlandi eru á síðunni  Skattar í Finnlandi. Á norrænu skattagáttinni, Nordisk eTax, eru líka  gagnlegar upplýsingar um skattlagningu í norrænu löndunum. 

Húsnæðismál

Upplýsingar um mismunandi búsetuform, húsnæðisleit og húsnæðisstyrk eru á síðunni Búseta í Finnlandi.

Annað sem hafa þarf í huga

Hér fyrir neðan finnur þú leiðbeiningar um það að flytja búslóð, gæludýr og bifreið til Finnlands, auk upplýsinga um tungumálanámskeið, bankamál og ýmsa þjónustusamninga.

Búslóðaflutningar og gæludýr

Svör við spurningum varðandi búslóðaflutninga er að finna á síðunni Tollareglur í Finnlandi. Upplýsingar um að ferðast og flytja með gæludýr eru á síðunni Að ferðast með hund eða kött til Finnlands.

Ökutæki og ökuskírteini

Fjallað er um innflutning og skráningu ökutækja á síðunni Ökutæki í Finnlandi. 

Ökuskírteini sem gefið er út í öðru norrænu landi er einnig gilt í Finnlandi. Nánari upplýsingar eru á síðunni Ökuréttindi í Finnlandi.

Tungumálanámskeið í Finnlandi

Byrjenda- og framhaldsnámskeið í finnsku eru í boði um allt landið, til dæmis í símenntastofnunum og lýðskólum sem eru í langflestum sveitarfélögum Finnlands. Nánari upplýsingar eru á síðunni Tungumálanámskeið í Finnlandi.

Bankareikningur og húsnæðislán

Upplýsingar um það að opna bankareikning og um kjör húsnæðislána eru á síðunni Bankareikningur í Finnlandi.

Kaup á vöru og þjónustu

Upplýsingar um síma- og internetþjónustu og rafmagnsþjónustu í Finnlandi eru á síðunni Kaup á vöru og þjónustu í Finnlandi.

Á að flytja frá öðru norrænu landi til Finnlands?

Sért þú að flytja til Finnlands frá öðru norrænu landi skaltu líka kynna þér leiðbeiningasíður okkar um það að flytja frá einu landi til annars.

Nánari upplýsingar

Hafðu samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna