Húsnæðisstyrkir í Finnlandi

Asumisen tuet Suomessa
Hér segir frá húsnæðisstyrkjum sem veittir eru í Finnlandi.

Finnska almannatryggingastofnunin (Kansaneläkelaitos eða Kela) veitir ýmiss konar húsnæðisstyrki. Alla jafna er aðeins hægt að þiggja einn húsnæðisstyrk í einu. Áður en sótt er um húsnæðisstyrk til Kela er rétt að kanna hvaða styrkur hæfir best hverju sinni.

Almennur húsnæðisstyrkur

Almennum húsnæðisstyrk er ætlað að létta undir heimilishaldi tekjulágra einstaklinga. Heimilishald er hér skilgreint sem sambýli einstaklinga í sama húsnæði. Húsnæðisstyrkur er veittur á grundvelli heimilishalds. Auk húsnæðiskostnaðar ræðst upphæð styrksins af fjölda fullorðinna og barna á heimilinu, tekjum heimilismanna og staðsetningu húsnæðis. Til að hljóta almennan húsnæðisstyrk þarf að heyra undir finnska almannatryggingakerfið. Styrkurinn er aðeins greiddur vegna kostnaðar við húsnæði í Finnlandi.

Húsnæðisstyrkur lífeyrisþega

Húsnæðisstyrkur lífeyrisþega er ætlaður tekjulágum lífeyrisþegum.

Húsnæðisstyrkur hermanna

Húsnæðisstyrkur hermanna er ætlaður þeim sem kvaddir hafa verið til herþjónustu.

Húsnæðisstyrkur til viðbótar námsstyrk

Húsnæðisstyrkur til viðbótar námsstyrk er aðeins greiddur

  • námsfólki erlendis sem býr í leiguhúsnæði,
  • nemendum við finnska lýðháskóla, finnska menntastofnun á íþróttasviði eða menntastofnun á búsetusvæði Sama í Finnlandi, þeim sem greiða skólagjöld í Finnlandi og búa í íbúðakjarna viðkomandi menntastofnunar eða
  • nemendum á Álandseyjum sem búa í leiguhúsnæði.

Annað námsfólk í Finnlandi á rétt á almennum húsnæðisstyrk á sömu kjörum og aðrir.

Nánari upplýsingar

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna