Færeyski fáninn

Færøsk flag

Þjóðfáni Færeyja nefnist Merkið. Færeyskir námsmenn í Kaupmannahöfn hönnuðu fánann sem var dreginn að húni í fyrsta sinn í Færeyjum árið 1919. Fáninn var fyrst viðurkenndur af Bretum í seinni heimsstyrjöld, þann 25. apríl 1940.

Hvítur grunnurinn táknar heiðan himinn og hvítfyssandi öldur sem mæta ströndinni. Rauða og bláa litinn er að finna á hefðbundnum færeyskum hálsklút og litirnir tákna einnig tengslin við Ísland og Noreg, en fánar þeirra nota sömu liti í sama mynstri.

Opinberi rauði liturinn er pantone 032 sem samsvarar nokkurn veginn eftirtöldum stafrænum litum:

R:244 G41 B:65

C:0 M:96 Y:74 K:0

 

Opinberi blái liturinn er pantone 300 sem samsvarar nokkurn veginn eftirtöldum stafrænum litum:

R:0 G:103 B:197

C:100 M:56 Y:2 K:0

 

Viðmiðsmálin í lengdinni eru: 6,1, 2,1, 12

Viðmiðsmálin í hæðinni eru 6,1, 2,1 ,6

Heimild: