Grænlenski fáninn

Grønlandsk flag

Grænlenski fáninn er hannaður af Thue Christiansen og var samþykktur 21. júní 1985. Grænlenski fáninn heitir Erfalasorput, en það þýðir „fáninn okkar“. Rauði liturinn heitir Aappalaartoq og er notaður bæði í grænlenska og danska fánanum. Rauði og hvíti liturinn tákna aldalöng tengslin við Danmörku. Hringurinn í miðju fánans táknar sólina sem hnígur til viðar við sjóndeildarhringinn og ljósið og hlýjuna sem kemur aftur um miðsumar. Það að grænlenski fáninn er ekki með krossi ber merki um pólitískt frelsi Grænland og samkenndina með öðrum inúítaþjóðum á norðurslóðum.

Opinberi rauði liturinn er pantone 032 sem samsvarar nokkurn veginn eftirfarandi stafrænum litum:

R:244  G:82  B:65

C:0  M:96  Y:74  K:0

Grønlandsk_flag med info

Heimild