Islands flag

Islandsk flag

Íslenski fáninn var tekinn í notkun á Íslandi 19. júní 1915, með dönskum konungsúrskurði. Staða hans var lögfest með lögum um þjóðfána Íslands 17. júní 1944 þegar að Ísland varð sjálfstætt lýðveldi. Fáninn er hannaður af Matthíasi Þórðarsyni og sigraði í samkeppni um íslenskan þjóðfána 1906. Í lögum um þjóðfána Íslendinga segir að fáninn sé: „heiðblár með mjallhvítum krossi og eldrauðum krossi innan í hvíta krossinum”. Í upphaflegum tillögum um fánann eru litirnir í honum sagðir tákna fjallablámann, ísinn og eldinn.

Litir fánans eru opinberlega einungis skilgreindir eftir SCOTDIC-litastiganum og eru skv. honum:

Heiðblái liturinn: SCOTDIC nr. 693009.

Mjallhvíti liturinn: SCOTDIC nr. 95.

Eldrauði liturinn: SCOTDIC ICELAND FLAG RED.

 

Rauði liturinn samsvarar þar nokkurn veginn pantone 1795, CMYK 100-69-0-11.5 og stafrænu litunum: 

R:215  G:31  B:41 

C:10  M:99 Y:96  K:1

 

Blái liturinn samsvarar nokkurn veginn pantone 2945C, CMYK 0-94-100-0 og stafrænu litunum:

R:0  G:82  B:165 

C:100  M:70 Y:15  K:2

Heimild