Jafnrétti á Norðurlöndum

Far og sønn ligger på gress
Photographer
Moa Karlberg
Norðurlöndin eru meðal þeirra landa þar sem jafnrétti er hvað mest samkvæmt Global Gender Gap Index. Enn er þó nokkuð í land til að fullt jafnrétti náist milli karla og kvenna á Norðurlöndum.

Laun

Almennt hefur dregið verulega úr kynbundnum launamun síðasta áratuginn. Tekjur kvenna eru þó enn lægri en tekjur karla. Launamunur er lykilvísir sem afhjúpar misrétti milli kynjanna á öðrum sviðum. Kynjaðar staðalímyndir á sviði menntunar, á vinnumarkaði og á heimilum skapar fjárhagslegt misvægi milli kynja. Kynbundinn launamunur er lægstur í Svíþjóð.

Launabil milli karla og kvenna. Munur í prósentum 2021

Jafnrétti í atvinnuvinnulífi

Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja er hærra á Norðurlöndum en innan ESB. Konur eru þó enn hlutfallslega of fáar í stjórnum. Lögin eru mismunandi milli norrænu landanna en í sumum þeirra er kynjakvóti varðandi stjórnarsetu. Ísland og Noregur eru, meðal annars vegna kynjakvótans, í farabroddi með stjórnir fyrirtækja þar sem nánast er jafnvægi milli kynja. Konur í starfi forstjóra eru þó sjaldséðar á öllum Norðurlöndunum. 

Kynjahlutfall í stjórnum stærri fyrirtækja


.

Fæðingarorlof

Hlutur feðra í fæðingarorlofi – feðraorlof – hefur aukist jafnt og þétt á Norðurlöndum undanfarin 20 ár. Báðir foreldrar eiga rétt á vel launuðu orlofi og pólitískt átak hefur verið gert til að þau skipti því jafnar á milli sín en áður tíðkaðist. Tilteknar vikur eru eyrnamerktar hvoru foreldri. Feður á Norðurlöndum taka nú lengra orlof en feður annars staðar í heiminum.

Hlutfall fæðingarorlofsdaga feðra. 2020

Frekari upplýsingar um jafnréttismál

Í Norræna tölfræðigagnagrunninum er að finna tölfræði um norrænu jafnréttisvísana. 

Í norrænu jafnréttisvísunum kemur fram hversu langt Norðurlöndin hafa náð og hvaða áskoranir eru enn fyrir hendi varðandi lýðfræði, fjölskyldu, heilsu, menntun, vinnumarkað, tekjur ásamt völdum og áhrifum.

Í ritinu Nordic Gender Equality in Figures 2021 er að finna ýmsa jafnréttisvísa og nánari upplýsingar um þróunina á Norðurlöndum.

Hjá NIKK má finna greiningar og upplýsingar um þróun á sviði jafnréttismála á Norðurlöndum. NIKK stendur fyrir Nordisk information for viden om køn (Norræna upplýsingaveitan um kynjafræði). NIKK er norræn samstarfsstofnun sem heyrir undir Norrænu ráðherranefndina og safnar og miðlar þekkingu á stefnumörkun og starfsemi, staðreyndir og rannsóknir á sviði jafnréttismála og hinseginmála í norrænu samhengi.

Í State of the Nordic Region má finna greiningar, tölur og tölfræðigögn um samfélög Norðurlanda út frá norrænu sjónarhorni.

Frekari upplýsingar um jafnrétti í norrænu samstarfi má finna hér