Jafnrétti á Norðurlöndum

Far og sønn ligger på gress
Ljósmyndari
Moa Karlberg
Norðurlöndin eru meðal þeirra landa þar sem jafnrétti er hvað mest samkvæmt Global Gender Gap Index. Enn er þó nokkuð í land til að ná fullu jafnrétti milli kynja  á Norðurlöndum.

Laun

Almennt hefur dregið verulega úr kynbundnum launamun síðasta áratuginn. Tekjur kvenna eru þó enn lægri en tekjur karla. Launamunur er lykilvísir sem afhjúpar misrétti milli kynjanna á öðrum sviðum. Kynjaðar staðalímyndir á sviði menntunar, á vinnumarkaði og á heimilum skapar fjárhagslegt misvægi milli kynja. Kynbundinn launamunur er lægstur í Svíþjóð.

Launabil milli karla og kvenna. Munur í prósentum 2020

Jafnrétti í atvinnuvinnulífi

Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja er hærra á Norðurlöndum en innan ESB. Konur eru þó enn hlutfallslega of fáar í stjórnum. Lögin eru mismunandi milli norrænu landanna en í sumum þeirra er kynjakvóti varðandi stjórnarsetu. Ísland og Noregur eru, meðal annars vegna kynjakvótans, í farabroddi með stjórnir fyrirtækja þar sem nánast er jafnvægi milli kynja. Konur í starfi forstjóra eru þó sjaldséðar á öllum Norðurlöndunum. 

Kynjahlutfall í stjórnum stærri fyrirtækja

.

Fæðingarorlof

Hlutur feðra í fæðingarorlofi – feðraorlof – hefur aukist jafnt og þétt á Norðurlöndum undanfarin 20 ár. Báðir foreldrar eiga rétt á vel launuðu orlofi og pólitískt átak hefur verið gert til að þau skipti því jafnar á milli sín en áður tíðkaðist. Tilteknar vikur eru eyrnamerktar hvoru foreldri. Feður á Norðurlöndum taka nú lengra orlof en feður annars staðar í heiminum.

Hlutfall fæðingarorlofsdaga feðra. 2019

Frekari upplýsingar um jafnréttismál

Í Norræna tölfræðigagnagrunninum er að finna tölfræði um norrænu jafnréttisvísana. 

Í norrænu jafnréttisvísunum kemur fram hversu langt Norðurlöndin hafa náð og hvaða áskoranir eru enn fyrir hendi varðandi lýðfræði, fjölskyldu, heilsu, menntun, vinnumarkað, tekjur ásamt völdum og áhrifum.

Hjá NIKK má finna greiningar og upplýsingar um þróun á sviði jafnréttismála á Norðurlöndum. NIKK stendur fyrir Nordisk information for viden om køn (Norræna upplýsingaveitan um kynjafræði). NIKK er norræn samstarfsstofnun sem heyrir undir Norrænu ráðherranefndina og safnar og miðlar þekkingu á stefnumörkun og starfsemi, staðreyndir og rannsóknir á sviði jafnréttismála og hinseginmála í norrænu samhengi.

Í State of the Nordic Region má finna greiningar, tölur og tölfræðigögn um samfélög Norðurlanda út frá norrænu sjónarhorni.

Frekari upplýsingar um jafnrétti í norrænu samstarfi má finna hér