Varaforseti Norðurlandaráðs
Varaforseti Norðurlandaráðs er kjörinn á reglulega þinginu á haustin. Til varaforseta er kjörinn þingmaður frá því landi sem næsta reglulega þing ráðsins verður haldið í.
Formennskan og gestgjafahlutverkið á þingunum flyst milli landanna eftir sérstakri röð þar sem Danmörk er fyrst, svo Finnland, Noregur, Svíþjóð og Ísland.
Varaforsetinn stýrir fundum forsætisnefndar í fjarveru forseta. Auk þess deilir varaforsetinn formennskunni með forsetanum og ber ábyrgð á undibúningi funda í forsætisnefnd og annarra funda, þar með talið fundadagskrár sem undirbúnar eru með framkvæmdastjóra ráðsins ef forsetinn forfallast.
Varaforsetinn getur tekið við verkefnum framkvæmdastjóra þegar kemur að samstarfi við þjóðþingin, grannsvæði og alþjóðleg samtök eftir því sem við á.
Varaforsetinn fer með umboð fyrir Norðurlandaráð ásamt forsetanum.