25 norrænar frásagnir af sjálfbærni í lífhagkerfum

01.02.17 | Fréttir
25 cases for sustainable change
Norræna ráðherranefndin gaf út á dögunum ritið „Nordic Bioeconomy – 25 cases for sustainable change“, þar sem sagt er frá dæmum um nýskapandi lífhagkerfi á Norðurlöndum, þar á meðal í Færeyjum og á Grænlandi. Frásagnirnar sýna fjóra styrkleika sem Norræna lífhagkerfisráðið hefur dregið fram í vinnu sinni að norrænni lífhagkerfisstefnu en þeir eru: endurnýjun, verðmætaaukning, hringrásarhugsun og samvinna.

Sjálfbærniviðmiðanir geta rutt brautina

Norræna lífhagkerfisráðið, Norræna ráðherranefndin og danska hugveitan Sustainia hafa skoðað 25 dæmi um lífhagkerfi út frá áhrifum þeirra á efnahag, umhverfið og samfélagið. Dæmin eru víðs vegar að úr hagkerfum Norðurlanda þar sem atvinnugreinar byggja á líffræðilegum auðlindum úr sjó og sveitum.

Líffræðilegar auðlindir – lífhagkerfið – eru mikilvægar þjóðhagkerfum landanna hvort sem það eru finnskir skógar, danskir akrar eða sjávarauðlindir.

„Líffræðilegar auðlindir – lífhagkerfið – eru mikilvægar þjóðhagkerfum landanna hvort sem það eru finnskir skógar, danskir akrar eða sjávarauðlindir,“ segir Dagfinn Høybråten, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar.

Í dæmunum 25 eru greint frá fjórum þáttum sem Norræna lífhagkerfisráðið bendir á sem helstu styrkleika norræna lífhagkerfisins en þeir eru: endurnýjun, verðmætaaukning, hringrásarhugsun og samvinna.

Fimm viðmið voru lögð til grundvallar þegar dæmin voru metin: Sjálfbær nýting náttúruauðlinda, tækninýsköpun, umhverfisávinningur, ávinningur fyrir samfélagið og nýstárlegt viðskiptalíkan.

„Stoðirnar fjórar eru þau markmið sem allar greinar lífhagkerfisins verða að stefna að,“ segir Liv la Cour Belling, verkefnisstjóri hjá Norrænu ráðherranefndinni. „Við verðum að endurnýja ósjálfbærar auðlindir, auka verðmæti líffræðilegra auðlinda í allri verðmætakeðjunni og streyma auðlindunum til að greiða fyrir endurnýjun og endurnotkun. Verkefnið er krefjandi og aðeins í samvinnu tekst okkur að leysa það.“

Við verðum að endurnýja ósjálfbærar auðlindir, auka verðmæti líffræðilegra auðlinda í allri verðmætakeðjunni og streyma auðlindunum til að greiða fyrir endurnýjun og endurnotkun. Verkefnið er krefjandi og aðeins í samvinnu tekst okkur að leysa það.“

Lífhagkerfið býður upp á loftslagslausnir

Við endurnýjun er áhersla lögð á hvernig lífgrunduð efni geta komið í stað jarðefnaeldsneytis og annarra ósjálfbærra efna. Ekki eingöngu með því að skipta út jarðefnaorku og -eldsneyti heldur einnig með því að auka verðmæti afurða sem framleiddar eru úr lífmassa.

Byggingarefni unnin úr viði geta minnkað losun koldíoxíðs um 50%

Skógrækt býður upp á margar lausnir þegar kemur að því að skipta út efnum sem unnin eru úr jarðefnum. Dæmin sem fjallað er um í ritinu sýna notkun byggingarefna sem unnin eru úr viði, hvernig háþróað lífrænt eldsneyti er framleitt úr viði og tréni notaður í stað íblöndunarefna sem unnin eru úr jarðolíu.

Staðgönguefni er einnig að finna í hafinu, til að mynda ræktaðan sjávargróður sem nota má í fiskafóður í stað t.d. litefna. Einn helsti ávinningurinn sem felst í ræktun sjávargróðurs er sá að hann eykur ekki álag á ræktanleg landsvæði en þau eru af skornum skammti.

Dæmin sýna hvernig þekkingarhagkerfi sem byggt er á líffræðilegum auðlindum getur boðið upp á lausnir sem draga úr áhrifum loftslagsbreytinga með því að minnka þörfina á jarðefnaeldsneyti og hráefni úr jarðefnum.

Mikilvægt er að sjálfbært lífhagkerfi bjóði upp á umræddar lausnir samtímis því að tryggja mikilvæga vistkerfaþjónustu án þess að það bitni á fæðuöryggi en það er annað stórt viðfangsefni í heiminum í ljósi þeirrar fólksfjölgunar sem spáð er á næstu ár.

Viðmiðanir fyrir sjálfbært og nýstárlegt lífhagkerfi  

Verðmætar vörur unnar úr úrgangi

Önnur grunnáhersla í norrænu lífhagkerfi er að hámarka nýtingu líffræðilegra auðlinda og auka verðmæti vöru og þjónustu sem nýtt er úr afgöngum lífmassa.

Lágt verðmæti þorskroðs mun aukast um 300%

Bláa lífhagkerfið er í fararbroddi varðandi verðmætaaukningu lífmassa, til dæmis með framleiðslu á heilsubótarfæði, lýsi og fóðri sem unnið er úr úrgangi. Nýsköpun í landbúnaði hefur til dæmis leitt í ljós hvernig hægt er að framleiða fæðubótarefni í hliðarframleiðslu á sláturhúsum og mjólkurbúum.

Einnig er sagt frá því hvernig unnið er að því að finna staðgönguefni fyrir innflutt sojaprótín í dýrafóður, það er sjálfbærari efni sem eru framleidd á staðnum og ennfremur hvernig ensím eru notuð til að skilja lífrænan úrgang frá plasti, gleri og málmum.

Hringrásarhugsun til að draga úr sóun

Í ritinu er sagt frá því hvernig hringrásarhugsun er beitt í lífhagkerfinu, þar sem tekið er mið af sjálfbærni visthagkerfa og hæfni þeirra til að uppskera líffræðilegt efni.

Sjávargróður vex ört og ræktun hans stemmir stigu við lækkandi súrefnisstigi sjávar.

Athyglisvert dæmi er frá Kemi-Tornio í norðanverðu Finnlandi þar sem 1,7 milljón tonn af aukaafurðum verður til í hliðarframleiðslu námuvinnslu, málmiðnaðar, trjákvoðuiðnaðar og pappírs- og pappaframleiðslu auk áburðar- og efnaframleiðslu.

Þarna er verið að taka upp þverlæga nálgun til að hámarka nýtingu aukaafurða og hliðarframleiðslu og ná fram fullkomnu samlífi fyrirtækja og hringrásarhagkerfisins.

Verðmætaaukning og hringrásarhugsun endurspegla þörf jarðarbúa á því að draga verulega úr vistspori sínu og auka nýtni náttúruauðlinda í neyslu í samræmi við sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Þar er mikilvægt að hafa í huga að sjálfbærni næst ekki sjálfkrafa með því að framleiða úr úrgangi og hliðarframleiðslu eingöngu. Frumframleiðslan verður einnig að vera sjálfbær ef takast á að ná tilætluðum umhverfisáhrifum.

Norræna lífhagkerfisráðið mælir með því að gerðar verði grundvallarbreytingar á öllum framleiðslukerfum og keppst við að útrýma sóun og mengun andrúmslofts og umhverfis.

Breytingar í átt að lífhagkerfi ná út fyrir einstaka atvinnugreinar

Samstarf atvinnugreina svo og samstarf hins opinbera og einkageirans, með aðkomu fyrirtækja, yfirvalda og rannsókna- og þróunarstofnana, skipta sköpum ef takast á að skapa árangursríkt lífhagkerfi. Dæmi um slíkt samstarf er stefnumótandi nýsköpunaráætlun þar sem stefnt er að því að Svíþjóð verði orðið fullkomið lífhagkerfi árið 2050.

Sóun útrýmt og kolefnislaust hagkerfi verði að veruleika

Þá er sagt frá dæmum um samvinnu þar sem staðbundin og svæðisbundin samfélög nýta sér lífhagkerfið til að skapa nýja tekjustrauma og innleiða hagkerfi án úrgangs og kolefnis.

Þar er að finna framúrskarandi dæmi um að yfirvöld, framleiðendur í allri verðmætakeðjunni og ekki síst ábyrgir neytendur taka höndum saman, en það verður afar mikilvægum í breytingum í átt að sjálfbærari framleiðslu og neyslu.

Árangur næst eingöngu ef við þorum að hugsa út fyrir rammann, finna nýjar lausnir, vinna saman þvert á atvinnugreinar og kalla til samstarfsaðila sem okkur hafði aldrei hugkvæmst að vinna með.

Stefnudrög liggja fyrir 2017

Norræna lífhagkerfisráðið vinnur nú að gerð norrænnar lífhagkerfisstefnu en hún verður kynnt í árslok 2017 og undirrituð af norrænu samstarfsráðherrunum. Hugmyndaritið – Nordic Bioeconomy – 25 cases for a sustainable change – er mikilvægur þáttur í undirbúningi þeirrar stefnu. Hörður G. Kristinsson, formaður norræna lífhagkerfisráðsins, segir þverlægt samstarf atvinnugreina og nýsköpun vera lykilþætti stefnunnar:

„Árangur næst eingöngu ef við þorum að hugsa út fyrir rammann, finna nýjar lausnir, vinna saman þvert á atvinnugreinar og kalla til samstarfsaðila sem okkur hafði aldrei hugkvæmst að vinna með.“

Lesið nýja ritið: