Ákvörðun um norrænt samstarf um aðlögun flóttamanna

03.02.16 | Fréttir
De nordiska samarbetsministrarna i Noux
Ljósmyndari
Mary Gestrin/Norden.org
Norrænu löndin taka á flóttamannamálum með mismunandi hætti, en löndin geta skipst á reynslu og lært hvert af öðru. Og nú hefur verið ákveðið að láta reyna á það. Á fundi sínum sl. miðvikudag settu samstarfsráðherrar Norðurlanda af stað samstarfsverkefni sem snýst um samþættingu flóttamanna.

Samstarfsráðherrarnir ákváðu á fundi sínum í Espoo í Finnlandi að móta stefnumið fyrir samstarfsverkefni til nokkurra ára sem snýst um samþættingu flóttamanna og innflytjenda.

Stefnt er að því að samstarfið verði byggt upp í kringum mismunandi þemu og að haldinn verði sameiginlegur árlegur fundur. Með þessu framtaki sýna löndin að þau vilja starfa saman og þau vekja athygli á þeim hagnýtu lausnum sem hægt er þróa með því að starfa saman á vettvangi Norrænu ráðherranefndarinnar.

Samstarfið hefst með fundi í Danmörk þar sem fjallað verður um möguleika menningargeirans og borgaralegs samfélags á að taka virkan þátt í samþættingu flóttamanna og innflytjenda.

Anne Berner, samstarfsráðherra Finnlands, sem stýrði fundi ráðherranna, lagði áherslu á að umræðan um samstarf um flóttamannavandann haldi áfram.

„Þetta er aðeins fyrsta skrefið,“ segir Berner.

Kristina Persson, samstarfsráðherra Svíþjóðar, segir að mikil þörf sé á samstöðu, samstarfi og umræðu, hvort tveggja á Norðurlöndum og í Evrópu.

„Það sem ákváðum telst vera lágmark innan Norðurlanda,“ segir Persson.

Við umræðurnar bentu ráðherrarnir jafnframt á fjölmörg svið þar sem eru miklir möguleikar á að Norðurlönd geti með góðum árangri skipst á upplýsingum og reynslu: á sviði félags- og heilbrigðismála, á vinnumarkaði, við mótun tungumálanámskeiða og hlutverks borgaralegs samfélags, við skipulagningu menntatækifæra og útvegun húsnæðis, og við mótun upplýsingapakka um jafnréttissjónarmið á öllum sviðum norræns samfélags.

Peter Christensen, samstarfsráðherra Danmerkur, lagði áherslu á að samþætting væri krefjandi verkefni og að reynsla Norðurlanda fram að þessu væri ekki einungis jákvæð.

„En það er líka hægt að læra af mistökum hvers annars,“ benti Christensen á.

Elisabeth Aspaker, samstarfsráðherra Noregs, og Eygló Harðardóttir , samstarfsráðherra Íslands, voru einnig ánægðar með tillöguna. Eygló benti á að flóttamannavandinn væri mikilvægasta pólitíska viðfangsefnið um þessar mundir og Aspaker sagði að skynsamlegt væri að hefja samstarfið með því að beina sjónum að  hlutverki borgaralegs samfélags.

„Við byrjum þar og smám saman getum við komist lengra,“ sagði hún.