„Andstaða við jafnrétti er vel skipulögð“

27.09.22 | Fréttir
demonstration
Ljósmyndari
Scanpix
Víða um heim er réttur kvenna til þungunarrofs takmarkaður. Konum og stúlkum er ekki frjálst að klæða sig eins og þær vilja. LGBTI fólk er beitt ofbeldi og myrt. Nú vilja norrænu jafnréttisráðherrarnir mæta bakslaginu þegar kemur að jafnréttismálum og réttindum LGBTI fólks með nýju alþjóðlegu átaki.

Jafnréttismálaráðherrar Norðurlanda hittust í Ósló í dag, borg þar sem tveir voru skotnir til bana og 26 særðust á Pride-hátíð í sumar.

Dæmi um bakslagið, sem stundum getur haft í för með sér ofbeldi, sem ráðherrarnir vilja berjast gegn. 

Þurfum að taka af allan vafa

„Við sjáum mikla afturför í jafnréttismálum og réttindum LGBTI fólks um allan heim en þetta á sér líka stað á Norðurlöndum. Við verðum að taka skýra afstöðu gegn því. Þess í stað eigum við að halda áfram á jákvæðri braut í jafnréttismálum,“ segir Anette Trettebergstuen, jafnréttisráðherra Noregs og gestgjafi á fundinum.

Stúlkur, konur og LGBTI fólk

Þegar fyrir ári síðan byrjuðu ráðherrarnir að ræða bakslagið í jafnréttismálum almennt og einkum þegar kemur að réttindum stúlkna, kvenna og LGBTI fólks.

Á undanförnu ári hafa norrænu jafnréttisráðherrarnir búið sig undir að takast á við bakslag og andstöðu.

Berjast verður gegn andstöðunni

 „Pushing back the push-back, a Nordic Roadmap“ er yfirskrift tveggja ára áætlunar sem jafnréttisráðherrarnir samþykktu á fundi sínum í Ósló með fjárveitingu upp á 500 þúsund danskar krónur. 

Í áætluninni skrifa ráðherrarnir: „Andstaða við jafnrétti, réttindi kvenna og stúlkna og jafnan rétt LGBTI fólks er vel skipulögð, vel fjármögnuð og vel samræmd.“

Samræmingin kom á óvart

„Það kom mér á óvart að sjá hversu vel skipulögð barátta gegn almennum mannréttindum er. Við sjáum þetta einnig í Finnlandi, þrátt fyrir að við séum lýðræðislegt réttarríki sem setur markið hátt í jafnréttismálum,“ segir Thomas Blomqvist, jafnréttisráðherra Finnlands.

 

Áætlunin gengur út á að tala oftar einum norrænum rími í jafnréttis- og réttindamálum og skapa þannig þrýsting í tengslum við alþjóðlegar viðræður og fundi.

Hlutverk Norðurlanda er mikilvægt

Hún býður einnig upp á tækifæri til að standa fyrir umræðum eða fræðsluefni, ef til vill í formi handbókar fyrir norræna sendiherra um allan heim með norrænum sjónarmiðum og dæmum.

 

„Það er mikilvægt að einmitt við á Norðurlöndum tökum þetta hlutverk að okkur vegna þess að við höfum mikinn trúverðugleika þegar kemur að jafnréttismálum og réttindum LGBTI fólks,“ segir Trine Bramsen, jafnréttisráðherra Danmerkur.