Árangur af framlagi forsætisráðherranna á alþjóðavettvangi

23.05.18 | Fréttir
Statsministrar i Örnsköldsvik
Photographer
Victor Svedberg, Swedish Government Officies
Mikill sýnileiki, fjöldi samstarfsverkefna og mörg ný útflutningstækifæri. Á óformlegum sumarfundi sínum í Örnsköldsvik í Svíþjóð fengu forsætisráðherrar Norðurlandanna meðal annars innsýn í skýrslu sem er í vinnslu um verkefnið Norrænar lausnir við hnattrænum áskorunum. Forsætisráðherrarnir áttu sjálfir frumkvæðið að verkefninu haustið 2015.

Dagfinn Høybråten, framkvæmdarstjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, skýrði forsætisráðherrunum frá framgangi verkefnisins Norrænar lausnir við hnattrænum áskorunum.

Forsætisráðherrarnir lýstu yfir mikilli ánægju og lögðu áherslu á að árangrinum þyrfti að fylgja eftir og meta. 
- Margar þeirra lausna sem komið hafa fram í verkefninu eru áhugaverðar og við munum kanna hverning hægt er að útfæra þær enn frekar á næstu árum, segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Íslendingar gegna formennsku í Norrænu ráðherranefndinni 2019.

Svar Norðurlandanna við 2030-markmiðunum

Með verkefninu fá Norðurlöndin tækifæri til þess að láta verkin tala. Markmið verkefnisins eru nátengd heimsmarkmiðum um sjálfbærni og ætlunin er skýr: Forsætisráðherrarnir vilja deila þeim gildum, þeirri þekkingu og reynslu sem Norðurlöndin búa yfir, og styðja með því við að takist að uppfylla hin svokölluðu 2030-markmið. 

Aðgerðir í 30 löndum

Þegar hafa verið tilgreindar 50 stefnumótandi lausnir sem nást hafa í samvinnu við samstarfsaðila í þrjátíu löndum víðsvegar um heim, meðal annars Indlandi, Sambíu, Eþíópíu, Póllandi og Úkraínu.

Í verkefninu er einblínt á þau svið sem Norðurlöndin hafa náð langt á: loftslags- og orkumál, þéttbýlisvæðingu, velferðarlausnir, jafnrétti og sjálfbæra matvælaframleiðslu og -neyslu.

Verkefni til þriggja ára

Heildarfjárútlát fyrir verkefnið Norrænar lausnir við hnattrænum áskorunum eru um 74 milljónir danskra króna. Verkefnið spannar tímabilið frá 2017 til 2019. Verkefnið spannar tímabilið frá 2017 til 2019.

Á fundinum ræddu forsætisráðherrarnir einnig sameiginlegt átak í þróun á 5G-netkerfi og stafrænni væðingu. 

Á næstu þremur árum mun Norræna ráðherranefndin setja í forgang aðgerðir sem miða að því að auðvelda frjálsa för einstaklinga, meðal annars í gegnum stafræna samvinnu.