Auglýsing: Taktu þátt í Nordic Talks
Allir Nordic Talks þættirnir eru helgaðir heimsmarkmiðum SÞ og allir miðla þeir hugmyndum um hvernig við sem almennir borgarar getum látið muna um okkur – hér og nú. Markmiðið er að fá fólk til að bregðast við og þess vegna lýkur hverjum fyrirlestri með skýrum tillögum að aðgerðum. Til að gera sjálfbærniaðgerðir skiljanlegar þurfum við skýra hluti til að gera.
Nordic Talk umræður geta farið fram hvar sem er í heiminum og hver sem hefur góða hugmynd að þætti getur sótt um styrk. Viðburðir geta bæði verið á netinu eða í raunheimum og hvort heldur sem er sjálfstæðir eða tengdir öðrum viðburðum, svo sem hátíðum eða ráðstefnum.
Við höfum nú þegar styrkt yfir 100 viðburði í næstum því 50 löndum og yfir 250 samstarfsaðilar, frumkvöðlar og hugsuðar hafa tekið þátt. Þetta er bara byrjunin og þú getur tekið þátt í framtíðinni.
Við erum líka með hlaðvarp
Úrval áhugaverðustu og bestu Nordic Talks þáttanna er klippt fyrir hlaðvarpsþætti með Afton Halloran, PhD.
Formsatriðin:
- Hægt er að sækja um þrenns konar styrki: Litla, milistóra og stóra
- Fjármagn til úthlutunar í þessari umsóknalotu er 2,5 milljónir danskra króna.
- Umsóknarfresturinn er kl. 12 á hádegi 22. mars 2022.
- Við mælum með því að þú farir yfir Nordic Talks handbókina og kynnir þér sniðið áður en þú sækir um.
Ertu með ferskt sjónarhorn á sjálfbæra og félagslega réttláta framtíð? Sæktu um Nordic Talks styrk og taktu þátt í samtalinu.
Alþjóðleg ímyndarsköpun Norðurlanda
Nordic Talks er verkefni Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar. Styrkauglýsingin er verkefni sem ætlað er að fylgja eftir áætluninni um að kynna Norðurlönd á alþjóðavísu og marka þeim stöðu.
Markmiðið er að skapa Norðurlöndum heildstæða ímynd sem deilir vægi sínu með umheiminum með því að sýna hvernig norræn hugsun hefur iðulega haft áhrif annars staðar og hvernig gildi okkar ganga þvert á landamæri, menningu og kynslóðir
Þetta er í níunda sinn sem auglýst er eftir umsóknum. Frá árinu 2016 hafa 185 verkefni frá ýmsum heimshornum verið styrkt af The Nordics og orðið til þess að margar framsæknar hugmyndir hafa komið fyrir sjónir heimsins.
Fylgið The Nordics til þess að fylgjast með: