Norrænar og baltneskar lýðræðishátíðir 2024

07.06.24 | Fréttir
alt=""
Ljósmyndari
Make Sense
Eru Norðurlönd tilbúin fyrir fleiri krísur? Hvernig verður daglegt gott og loftslagsvænt líf árið 2050? Getum við nýtt gervigreind með siðferðilegum hætti? Hvernig eigum við að meðhöndla norðurslóðir? Og hvaða gagn hafa 27 milljónir Norðurlandabúa af opnum landamærum á svæðinu?

Í ár tekur Norræna ráðherranefndin þátt í sjö lýðræðishátíðum í Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi, Noregi, Eistlandi, Lettlandi og Litháen auk Arctic Circle á Íslandi. Hægt er að fylgjast með umræðum á staðnum í norrænu tjöldunum eða völdum viðurðum á netinu. Alls munu um 400 stjórnmálamenn, fulltrúar einkageirans og borgarasamfélagsins, álitsgjafar, sérfræðingar, fulltrúar ungs fólks o.fl. taka þátt, hver og einn með sína sýn á virði norræns samstarfs.