Fagnaðu degi Norðurlanda og sjáðu hvar landið þitt stendur eftir faraldurinn

18.03.22 | Fréttir
alt=""
Photographer
Mattias Helge, Unsplash
Í hvaða landi fæddust flest faraldursbörn? Er heimaskrifstofan komin til að vera? Mun faraldurinn leiða til betra samstarfs Norðurlanda? Fylgstu með á degi Norðurlanda 2022 til að fá svörin við þessum og fleiri spurningum á fimm viðburðum þar sem varpað verður ljósi á stöðu mála á Norðurlöndum.

Þann 23. mars gefur Nordregio út skýrslu sína, State of the Nordic Region, sem kemur út annað hvert ár. Í skýrslu ársins er sjónum sérstaklega beint að COVID-19 og áhrifum þess á Norðurlönd. Nordregio er alþjóðleg rannsóknastofnun Norrænu ráðherranefndarinnar á sviði byggða- og skipulagsmála.

Á viðburðunum verður farið yfir skýrsluna og helstu niðurstöður hennar með sérstakri áherslu á það hvaða áhrif COVID-19-faraldurinn hefur haft á Norðurlönd út frá þremur sjónarhornum: lýðfræði, hagfræði og vinnumarkaðnum. Skýrslan veitir einstaka sýn á bak við tjöldin á samþættasta svæði heims sem samanstendur af Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Álandseyjum, Grænlandi og Færeyjum.

Beint streymi frá viðburðum á degi Norðurlanda