Fylgist með Norðurlöndunum á loftslagsráðstefnu SÞ

29.11.18 | Fréttir
Diskusjon på den nordiske paviljongen på klimaforhandlingene i Bonn - COP23 - i Tyskland i 2017. 

Diskusjon på den nordiske paviljongen på klimaforhandlingene i Bonn - COP23 - i Tyskland i 2017. 

Photographer
Norden.org

Umræður í norræna skálanum á loftslagsviðræðunum í Bonn - COP23 - í Þýskalandi 2017. 

Miklar væntingar og um leið áhyggjur eru bundnar við loftslagsviðræður Sameinuðu þjóðanna (COP24) í desember. Mun heimsbyggðinni takast að uppfylla Parísarsamkomulagið? Norðurlöndin verða með sameiginlegan skála á ráðstefnunni þar sem rætt verður um norrænar lausnir og áskoranir. Takið þátt í umræðunum í Katowice og á samfélagsmiðlum!

Dagana 3. til 14. desember munu ríki heims safnast saman í pólsku borginni Katovice til að komast að því hvernig hægt sé að standa við loforðin sem gefin voru í París 2015 um að takmarka hnattræna hlýnun um 1,5 gráðu.

Samráð og þekkingarmiðlun

Margt hefur gerst síðan. Hvernig mun órólegt pólitískt andrúmsloft á heimsvísu hafa áhrif á viðræðurnar í ár?

Norræna ráðherranefndin gegnir ekki formlegu hlutverki á COP24 og norrænu ríkin semja ekki sameiginlega. Þau standa samt sem áður saman gegnum umboð norræna vinnuhópsins um alþjóðlegar loftslagsviðræður (NOAK).

Í skálanum í Katowice verður sýnt fram á hvernig norrænar loftslagslausnir geta orðið liður í að draga hnattrænt úr losun gróðurhúsalofttegunda undir meginyfirskriftinni Nordic Solutions to Global Challenges (Norrænar lausnir á hnattrænum viðfangsefnum) og þar verður vettvangur fyrir samræður og þekkingarmiðlun um stærstu norrænu loftslagsáskoranirnar.

Þemadagar

Sérstakt þema verður verður fyrir hvern dag á COP24. Byrjað verður á því að beina sjónum að unga fólkinu sem mun erfa líklega stærstu sameiginlegu áskorun sem mannkynið hefur staðið frammi fyrir á okkar tímum. Hvernig er hægt að bregðast við slíkri framtíðarsýn? Með því að láta í sér heyrast, grípa til aðgerða og gera kröfur!

Ýmis málefni verða tekin upp næstu daga á eftir, svo sem samgöngur, grænar byggingar, lífhagkerfi, borgarlausnir, norðurskautssvæðið, breytingar á orkumarkaði, grænn fjármálamarkaður og hvernig eigi að vera hægt að semja um framhald heimsbyggðar á grundvelli Parísarsamkomulagsins.

Sjá dagskrá á heimasíðunni um COP24

Streymi og samfélagsmiðlar

Hver dagur hefst með óformlegu morgunspjalli með norrænum eða alþjóðlegum einstaklingi sem gegnir forystuhlutverki og síðdegis verða aðalatriði þemadagsins tekin saman og spegluð í yfirstandandi loftslagsviðræðum. Þessar umræður verða sendar út beint á Facebook Live.

Á Twitter sameinast norrænu ríkin um myllumerkin #NordicSolutions og #Talanordic en sendiherrar æskunnar taka yfir instagramreikninginn @nordisksamarbejde.

Einnig verður boðið upp á áhugaverð rit, fréttir, gagnvirkt efni og myndir frá COP24.